Bergur VE kom til Vestmannaeyja í gær og hófst strax löndun úr skipinu. Vestmannaey VE kom síðan í kjölfar Bergs og er landað úr henni í dag. Bæði skipin voru með fullfermi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hafi verið vel heppnaður þó veðrið hefði mátt vera betra.
„Við reyndum við ufsa í Reynisdýpi og á Síðugrunni í upphafi en það skilaði ekki miklu. Síðan var haldið austur í Hvalbakshallið og á Breiðdalsgrunn. Þar var ágætis nudd í þorski til að byrja með en síðan var fantaveiði. Þetta gekk yfir höfuð ágætlega en það var bölvaður lurkur í honum um tíma. Við vorum einungis um tvo og hálfan sólarhring að veiðum og rúma fjóra sólarhringa höfn í höfn,” segir Jón.
Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, var ánægður með veiðiferðina. Aflinn hjá Vestmannaey var blandaður; ufsi, þorskur, ýsa og karfi. “Við vorum allan tímann á Lónsbugtinni og það gekk bara vel þrátt fyrir leiðindaveður. Það var einungis verið að veiðum í um þrjá sólarhringa þannig að við getum ekki kvartað,” segir Egill Guðni.
Bæði Bergur og Vestmannaey munu væntanlega halda til veiða á ný í kvöld.
Bergur VE kom til Vestmannaeyja í gær og hófst strax löndun úr skipinu. Vestmannaey VE kom síðan í kjölfar Bergs og er landað úr henni í dag. Bæði skipin voru með fullfermi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hafi verið vel heppnaður þó veðrið hefði mátt vera betra.
„Við reyndum við ufsa í Reynisdýpi og á Síðugrunni í upphafi en það skilaði ekki miklu. Síðan var haldið austur í Hvalbakshallið og á Breiðdalsgrunn. Þar var ágætis nudd í þorski til að byrja með en síðan var fantaveiði. Þetta gekk yfir höfuð ágætlega en það var bölvaður lurkur í honum um tíma. Við vorum einungis um tvo og hálfan sólarhring að veiðum og rúma fjóra sólarhringa höfn í höfn,” segir Jón.
Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, var ánægður með veiðiferðina. Aflinn hjá Vestmannaey var blandaður; ufsi, þorskur, ýsa og karfi. “Við vorum allan tímann á Lónsbugtinni og það gekk bara vel þrátt fyrir leiðindaveður. Það var einungis verið að veiðum í um þrjá sólarhringa þannig að við getum ekki kvartað,” segir Egill Guðni.
Bæði Bergur og Vestmannaey munu væntanlega halda til veiða á ný í kvöld.