Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Bætt verður við gufuþurrkara, eimingartækjum og forsjóðara. Frá þessu segir á www.eyjafrettir.is. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300-1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla loðnuhrogna stendur yfir og í kolmunna.