Nú er undirbúningi undir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar á lokametrunum.
Komið hefur verið segli undir dýrið og flotbelgir festir við það, sitthvoru megin við dýrið.
Á flóði í kvöld verður svo gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó.
