Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er hlynntir bæði stórskipahöfn til móts við Klettsvík og út á Eiði. Mun meiri ánægja er þó með staðsetningu hafnarinnar út á Eiði.

Frá þessu greina Eyjafréttir og vísa í könnun sem Maskína vann fyrir miðilinn.

„62% svarenda í könnun Maskínu sem unnin var fyrir Eyjafréttir eru fylgjandi byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. 19% eru andvígir byggingu stórskipahafnar þar. Einnig var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur/t) byggingu stórskipahafnar til móts við Klettsvík? Þar voru 44% fylgjandi en 34% andvígir. Kjósendur E-listans eru óánægðri en kjósendur hinna framboðanna með byggingu stórskipahafnar á þessum tveimur staðsetningum,“ segir á vef Eyjafrétta.

Ítarlegar töflur fylgja frétt Eyjafrétta

Úr sundurliðuðum og ítarlegum töflum sem fylgja frétt Eyjafrétta má meðal annars lesa að samtals 61,5 prósent aðspurðra segist annað hvor mjög fylgjandi (36,1%) eða frekar fylgjandi (25,4%) byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. Hins vegar lýsa sig samtals 44,1 prósent aðspurðra segist annað hvor mjög fylgjandi (23,6%) eða frekar fylgjandi (20,5%) byggingu stórskipahafnar til móts við Klettsvík.