Fjögur kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins, Brim, Ísfélag hf., Samherji Ísland hf. og Fisk Seafood ehf., eru með tæpan fjórðung úthlutaðs heildarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Aflamarki hefur verið úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar fiskiskips og fengu 360 skip í eigu 282 aðila úthlutað. Úthlutun er tæp 337 þúsund þorskígildistonn.
Úthlutun í þorski er rúm 166 þúsund þorskígildistonn en var tæp 164 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er rúm 55 þúsund þorskígildistonn og hækkar um 7 þúsund þorskígildistonn milli ára.
Fyrirtæki með hæstu úthlutunina:
Brim hf. 10,44%
Ísfélag hf. 7,00%
Samherji Ísland hf. 6,93%
Fisk Seafood ehf. 6,14%
Þorbjörn hf. 5,33%
Skip með hæstu úthlutunina:
Guðmundur í Nesi RE 13 (2626), Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með 11.056 þorskígildistonn
Sólberg ÓF 1 (2917), Ísfélag hf. með 9.840 þorskígildistonn
Örfirisey RE 4 (2170), Brim hf. með 7.978 þorskígildistonn