Hoffell landaði í gær rúmum 2.000 tonn af kolmunna á Fáskrúðsfirði. Hoffell hefur þá veitt 18.500 tonn af kolmunna á árinu og tæp 32.000 í heildina í öllum tegundum.
Næst verður farið á makrílveiðar þegar hann byrjar að gefa sig.
Fiskimjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar hafði þá tekið á móti 70.000 tonnum af hráefni.
Starfsmönnum verksmiðjunnar var færð kaka af þessu tilefni.
Þetta er með því mesta sem hefur verið tekið á móti á fyrstu 5 mánuðum ársins. Vinnslan hefur gengið mjög vel, segir í færslu á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.