Niðurstöður verðfyrirspurnar vegna mögulegra kaupa á rafdrifnum dráttarbáti voru lagðar fyrir og ræddar á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um kaup enda hafi einungis verið að ræða dráttarbátaþörf Faxaflóahafna til framtíðar.

„Það er alltaf verið að skoða dráttarbáta,“ segir Þórdís Lóa. Bæði séu Faxaflóahafnir með gamla dráttarbáta og einnig að huga að orkuskiptum. „Þetta var ósköp venjuleg umræða um fjárfestingar framtíðarinnar, möguleika og þarfir hafnarinnar varðandi dráttarbát í framtíðinni og fleira.“

Í heimsóknir á Magna

Eftir stjórnarfundinn fór stjórnin í skoðunartúr á dráttarbátnum Magna og notaði tækifærið í leiðinni og heimsótti tvo fyrirtæki. Siglt var frá Miðbakka að Vogabakka þar sem tekið var hús á Samskipum og Brimi.

„Stjórn Faxaflóahafna hefur þá stefnu að fara á hverju ári og heimsækja helstu viðskiptavini. Við heimsóttum tvö fyrirtæki og notuðum tækifærið og fengum far með Magna til að skoða kraftinn í honumen ekki síst ýmislegt sem snýr að snúningsgetu, brunavörnum, öryggisatriðum og fleiru,“ segir Þórdís Lóa.

Guðmundur Kristjánsson í Brimi tók á móti stjórn og  stjórnendum Faxaflóahafna sem komu siglandi í heimsókn á dráttarbátnum Magna. MYND/AÐSENDAðsend Þórdís Lóa
Guðmundur Kristjánsson í Brimi tók á móti stjórn og stjórnendum Faxaflóahafna sem komu siglandi í heimsókn á dráttarbátnum Magna. MYND/AÐSENDAðsend Þórdís Lóa

Varðandi niðurstöður úr fyrrnefndri verðfyrirspurn kveðst Þórdís Lóa ekki upplýst um þær. Aðeins hafi verið að þreifa á markaðnum. „En það er alveg skýr stefna Faxaflóahafna að standa af fullum hug að orkuskiptunum og við munum alltaf standa mjög vel að því að fara inn í það í framtíðinni.“

Kaup á rafdrifnum dráttarbáti eru aðeins einn lítill hluti orkuskipta hjá Faxaflóahafna. Þegar eru komnar rafmagnstengingar fyrir minni skemmtiferðaskip og stór gámaflutningsskip.

Eru í risafjárfestingu

„Við erum í miðjum fasa,“ segir Þórdís Lóa. „Við erum búin að skuldbinda okkur til að vera í þessu næstu þrjú árin og klára þetta hratt og vel. Við stefnum að því að vera komin með öll stærstu skemmtiferðaskipin landtengd á næstu þremur til fjórum árum og erum á fullu aðundirbúa það.“

Undirbúningurinn snúi bæði að höfninni sjálfri og rekstraraðilum skipanna. „Við erum þegar byrjuð upp aðákveðnu marki með því að innleiða gjaldskrárkerfi sem byggir á EPI-kerfinu sem við höfum tekið upp eins og Norðmenn,“ segir Þórdís Lóa. Það séu innbyggð umhverfissjónarmið í gjaldskránni. „Þannig að við erum á fullri ferð en auðvitað erum við ekki búin.“

Eftir flóknar áskoranir sem fylgt hafi Covid sé nú verið að auka fjárfestingar. „Við erum í risafjárfestingu núna, bæði í landtengingum en líka í farþegaskiptamiðstöðinni á Skarfabakka,“ bendir formaðurinn á.

Verða að fá svör um Sundabraut

Nú sé hins vegar beðið eftir ákvörðun af hálfu ríkisins um hvort reisa eigi Sundabrú eða bora Sundagöng. Sú ákvörðun muni hafa stórkostleg áhrif á höfnina og öll framtíðaráform þar. Það snúi ekki síður að fyrirtækjunum við höfnina.

„Það er auðvitað mjög bagalegtað stór hluti atvinnulífsins sitji bara og bíði og bíði eftir svörum. Það verður náttúrlega að koma einhver niðurstaða,“ segir Þórdís Lóa. Hún viti þó ekki betur en að umhverfismat sé í bígerð.

„Þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta sé allt á fullri vinnslu og hlakka til að heyra í Vegagerðinni og ráðherra.“

Niðurstöður verðfyrirspurnar vegna mögulegra kaupa á rafdrifnum dráttarbáti voru lagðar fyrir og ræddar á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um kaup enda hafi einungis verið að ræða dráttarbátaþörf Faxaflóahafna til framtíðar.

„Það er alltaf verið að skoða dráttarbáta,“ segir Þórdís Lóa. Bæði séu Faxaflóahafnir með gamla dráttarbáta og einnig að huga að orkuskiptum. „Þetta var ósköp venjuleg umræða um fjárfestingar framtíðarinnar, möguleika og þarfir hafnarinnar varðandi dráttarbát í framtíðinni og fleira.“

Í heimsóknir á Magna

Eftir stjórnarfundinn fór stjórnin í skoðunartúr á dráttarbátnum Magna og notaði tækifærið í leiðinni og heimsótti tvo fyrirtæki. Siglt var frá Miðbakka að Vogabakka þar sem tekið var hús á Samskipum og Brimi.

„Stjórn Faxaflóahafna hefur þá stefnu að fara á hverju ári og heimsækja helstu viðskiptavini. Við heimsóttum tvö fyrirtæki og notuðum tækifærið og fengum far með Magna til að skoða kraftinn í honumen ekki síst ýmislegt sem snýr að snúningsgetu, brunavörnum, öryggisatriðum og fleiru,“ segir Þórdís Lóa.

Guðmundur Kristjánsson í Brimi tók á móti stjórn og  stjórnendum Faxaflóahafna sem komu siglandi í heimsókn á dráttarbátnum Magna. MYND/AÐSENDAðsend Þórdís Lóa
Guðmundur Kristjánsson í Brimi tók á móti stjórn og stjórnendum Faxaflóahafna sem komu siglandi í heimsókn á dráttarbátnum Magna. MYND/AÐSENDAðsend Þórdís Lóa

Varðandi niðurstöður úr fyrrnefndri verðfyrirspurn kveðst Þórdís Lóa ekki upplýst um þær. Aðeins hafi verið að þreifa á markaðnum. „En það er alveg skýr stefna Faxaflóahafna að standa af fullum hug að orkuskiptunum og við munum alltaf standa mjög vel að því að fara inn í það í framtíðinni.“

Kaup á rafdrifnum dráttarbáti eru aðeins einn lítill hluti orkuskipta hjá Faxaflóahafna. Þegar eru komnar rafmagnstengingar fyrir minni skemmtiferðaskip og stór gámaflutningsskip.

Eru í risafjárfestingu

„Við erum í miðjum fasa,“ segir Þórdís Lóa. „Við erum búin að skuldbinda okkur til að vera í þessu næstu þrjú árin og klára þetta hratt og vel. Við stefnum að því að vera komin með öll stærstu skemmtiferðaskipin landtengd á næstu þremur til fjórum árum og erum á fullu aðundirbúa það.“

Undirbúningurinn snúi bæði að höfninni sjálfri og rekstraraðilum skipanna. „Við erum þegar byrjuð upp aðákveðnu marki með því að innleiða gjaldskrárkerfi sem byggir á EPI-kerfinu sem við höfum tekið upp eins og Norðmenn,“ segir Þórdís Lóa. Það séu innbyggð umhverfissjónarmið í gjaldskránni. „Þannig að við erum á fullri ferð en auðvitað erum við ekki búin.“

Eftir flóknar áskoranir sem fylgt hafi Covid sé nú verið að auka fjárfestingar. „Við erum í risafjárfestingu núna, bæði í landtengingum en líka í farþegaskiptamiðstöðinni á Skarfabakka,“ bendir formaðurinn á.

Verða að fá svör um Sundabraut

Nú sé hins vegar beðið eftir ákvörðun af hálfu ríkisins um hvort reisa eigi Sundabrú eða bora Sundagöng. Sú ákvörðun muni hafa stórkostleg áhrif á höfnina og öll framtíðaráform þar. Það snúi ekki síður að fyrirtækjunum við höfnina.

„Það er auðvitað mjög bagalegtað stór hluti atvinnulífsins sitji bara og bíði og bíði eftir svörum. Það verður náttúrlega að koma einhver niðurstaða,“ segir Þórdís Lóa. Hún viti þó ekki betur en að umhverfismat sé í bígerð.

„Þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta sé allt á fullri vinnslu og hlakka til að heyra í Vegagerðinni og ráðherra.“