Humarleiðarleiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunar og Skinneyjar-Þinganess sem hófst 15. maí lauk í gær eftir sex daga túr.
„Við byrjuðum í Lónsdýpi og enduðum í Jökuldjúpi,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, skipstjóri á Skinney SF sem tók þátt í leiðangrinum.
„Þetta gekk ágætlega tímalega séð en það var bara lítill humar. Þeir verða að tjá sig um það fræðingarnir hvernig þeim líst á þetta,“ segir Þorsteinn um afrakstur leiðangursins.
Eftir að lesa í lirfunar
Vísbendingarnar sem fengust úr leiðangrinum virðast ekki uppörvandi við fyrstu sýn þótt vissulega eigi eftir að leggja mat á sýni og draga niðurstöðurnar saman. „Þetta var mjög lítið, afar rólegt,“ segir Þorsteinn. Það eigi við um allar slóðir sem farið var á.
Þorsteinn bendir á að þótt lítið hafi sést af humri séu vísindamennirnir einnig að leita að lirfum sem geti gefið vísbendingar inn í framtíðina. „Fræðingarnir eiga eftir að vinna úr þessu,“ segir Þorsteinn sem sjálfur hefur verið mörg ár á humri og er ekki bjartsýnn.
Eins og venjulegar humarveiðar
„Þetta er í algjöru lágmarki og ekkert skárra þar sem friðunin er búin að vera lengst. Það var hvergi neitt viðbragð í humarveiðum á öllu svæðinu,“ ítrekar hann.
Aðspurður kveðst Þorsteinn ekki hafa tekið þátt í sambærilegum leitarleiðangri á togveiðum þótt hann hafi verið í öðru með Hafró, eins og netaralli. „Þetta er svo sem einfaldlega eins og venjulegar humarveiðar nema það að þeir eru að mæla aflann,“ segir hann.
Reiknar áfram með banni
Eins og fram kom í viðtali Fiskifrétta við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða hjá Skinney-Þinganesi, áður en leiðangurinn hófst reiknar hann með að minnsta kosti þriggja til fimm ára humarveiðibanni til viðbótar við þrjú ár sem bannið hefur nú þegar varað að árinu í ár meðtöldu. Bannið er í gildi vegna mjög lítillar nýliðunar í humarstofninum.
„Við ættum að sjá eftir svona leiðangur hvort það er einhver vísbending um að þetta sé að snúast við,“ sagði Ásgeir í Fiskifréttum 8. maí síðastliðinn.
Nú tekur fiskitrollið við hjá Skinney
Þegar vísindamönnunum hafði verið skilað í land í Reykjavík í gær eftir að hafa endað á Jökuldjúpi við Faxaflóa tóku að nýju við hefðbundnar veiðar hjá áhöfn Skinneyjar.
„Við förum út hér frá Reykjavík með fiskitrollið og erum að fara að veiða fyrir vinnsluna, þorsk, ýsu og eitthvað bland,“ segir Þorsteinn skipstjóri.
Humarleiðarleiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunar og Skinneyjar-Þinganess sem hófst 15. maí lauk í gær eftir sex daga túr.
„Við byrjuðum í Lónsdýpi og enduðum í Jökuldjúpi,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, skipstjóri á Skinney SF sem tók þátt í leiðangrinum.
„Þetta gekk ágætlega tímalega séð en það var bara lítill humar. Þeir verða að tjá sig um það fræðingarnir hvernig þeim líst á þetta,“ segir Þorsteinn um afrakstur leiðangursins.
Eftir að lesa í lirfunar
Vísbendingarnar sem fengust úr leiðangrinum virðast ekki uppörvandi við fyrstu sýn þótt vissulega eigi eftir að leggja mat á sýni og draga niðurstöðurnar saman. „Þetta var mjög lítið, afar rólegt,“ segir Þorsteinn. Það eigi við um allar slóðir sem farið var á.
Þorsteinn bendir á að þótt lítið hafi sést af humri séu vísindamennirnir einnig að leita að lirfum sem geti gefið vísbendingar inn í framtíðina. „Fræðingarnir eiga eftir að vinna úr þessu,“ segir Þorsteinn sem sjálfur hefur verið mörg ár á humri og er ekki bjartsýnn.
Eins og venjulegar humarveiðar
„Þetta er í algjöru lágmarki og ekkert skárra þar sem friðunin er búin að vera lengst. Það var hvergi neitt viðbragð í humarveiðum á öllu svæðinu,“ ítrekar hann.
Aðspurður kveðst Þorsteinn ekki hafa tekið þátt í sambærilegum leitarleiðangri á togveiðum þótt hann hafi verið í öðru með Hafró, eins og netaralli. „Þetta er svo sem einfaldlega eins og venjulegar humarveiðar nema það að þeir eru að mæla aflann,“ segir hann.
Reiknar áfram með banni
Eins og fram kom í viðtali Fiskifrétta við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða hjá Skinney-Þinganesi, áður en leiðangurinn hófst reiknar hann með að minnsta kosti þriggja til fimm ára humarveiðibanni til viðbótar við þrjú ár sem bannið hefur nú þegar varað að árinu í ár meðtöldu. Bannið er í gildi vegna mjög lítillar nýliðunar í humarstofninum.
„Við ættum að sjá eftir svona leiðangur hvort það er einhver vísbending um að þetta sé að snúast við,“ sagði Ásgeir í Fiskifréttum 8. maí síðastliðinn.
Nú tekur fiskitrollið við hjá Skinney
Þegar vísindamönnunum hafði verið skilað í land í Reykjavík í gær eftir að hafa endað á Jökuldjúpi við Faxaflóa tóku að nýju við hefðbundnar veiðar hjá áhöfn Skinneyjar.
„Við förum út hér frá Reykjavík með fiskitrollið og erum að fara að veiða fyrir vinnsluna, þorsk, ýsu og eitthvað bland,“ segir Þorsteinn skipstjóri.