Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hagnaðist um 32,5 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur 4,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Til samanburðar segir Viðskiptablaðið nam hagnaður Eskju 31,7 milljónum dala árið 2021. Tekjur félagsins jukust um 14 prósent á milli ára og námu 112,7 milljónum dala, sem er jafnvirði tæplega fimmtán milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið á vb.is.