Starfsfólk Hafrannsóknastofunar á Hvanneyri, hefur ásamt Landi og Skógi, Fuglavernd, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðilum sinnt verkefni í nokkur um ár um möguleika á endurheimt votlendis a Mýrunum með áherslu á fiska.
Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofunar. Sérstaklega er sögð vera áhersla á endurheimt farleiða fyrir ál og sjóbirting en einnig hrygningarsvæða fyrir urriða.
„Skoðað hefur verið hvar eru möguleikar og hvernig er best að endurheimta til að skila sem mestum ávinningi. Að öllum líkindum verður byrjað á endurheimtaraðgerðum í haust og standa yfir rannsóknir í sumar í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands Vestra,“ segir á hafogvatn.is.
Myndband sýnir verkefnið
Verkefnið hefur verið styrkt af Landsvirkjun, Nýsköpunarsjóði Námsmanna, Auðlind náttúrverndasjóði, Vegagerðinni, Open Rivers og Mossy Earth. En sjón er sögu ríkari.
Mossy Earth er endurheimtarsjóður sem styrkir verkefnið. Hann byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og gerðu þau 24 mínútna kynningarmyndband á ensku um fyrirhugaðar endurheimtaraðgerðir og markmið þeirra.