Slökkvilið var í hádeginu kallað að iðnaðarhúsi vestan megin við höfnina í Keflavík. Unnið er að slökkvistörfum en enn leggur mikinn reyk inn yfir bæinn.
Sjónarvottur segir að mikill viðbúnaður sé við brunastaðinn sem sé á Víkurbraut í húsaþyrpingu norðan við Byko þannig að mögulegt sé að eldurinn læsi sig í nærliggjandi húsnæði.