Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því að fiskur frá Kína með rússneskum uppruna dembist yfir Evrópumarkað og líklegra að dragi úr sölu fisks frá Rússlandi til Kína og hann fari í meira magni í vinnslu og neyslu innanlands. Þetta er mat Friðleifs Friðleifssonar, deildarstjóra hjá Iceland Seafood.

Fiskifrettir.is sögðu nýlega frá áhyggjum Norðmanna af því að Bandaríkin hafa bannað innflutning á sjávarafurðum af rússneskum uppruna, einnig frá þriðja landi, og að þessi fiskur, allt að 90 þúsund tonn á ári flæði yfir Evrópumarkað með tilheyrandi verðfalli fyrir evrópska framleiðendur. Friðleifur Friðleifsson hjá Iceland Seafood deilir ekki áhyggjum Norðmanna.

„Staða Íslendinga til þess að nýta sér Ameríkumarkað er betri en Norðmanna. Við eigum lengri og sterkari sögu inn á þann markað og við gætum verið fljótari að nýta okkur þau tækifæri sem myndast í Bandaríkjunum í tengslum við þetta,“ segir Friðleifur.

Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood.
Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood.

Hann telur jafnframt mjög óljóst hvort áhrifin af innflutningsbanninu í Bandaríkjunum verði þau að fiskur unninn úr rússnesku hráefni flæði inn á evrópskan markað.

Kínverjar kaupa norskt hráefni í stórum stíl

„Ég er alls ekki viss um að allur þessi fiskur rati til Kína og verði unninn þar inn á Evrópumarkað. Hluti af honum verður einfaldlega unninn í Rússlandi fyrir innanlandsmarkað. Kínverjar eru núna að kaupa norskt hráefni í stórum stíl því þeir átta sig á því að margir viðskiptavinir munu ekki vilja taka við fiski úr rússnesku hráefni.“

Friðleifur telur því ólíklegt að verðfall sé í kortunum fyrir þessar afurðir í Evrópu. Þvert á móti hafi verð verið að hækka frá því í október og nóvember á síðasta ári. Páskar eru fyrr á árinu en oft og þeir hafi áhrif til aukinnar eftirspurnar og verðhækkana. Auk þess virðist sem ójafnvægi sem komst á markaðinn í upphafi árs 2023 sé úr sögunni og verð náð jafnvægi.

„Margir kaupendur eru að átta sig á því að það er ekki til þetta fjall af fiski sem margir héldu að væri til. Í Barentshafi hafa aflaheimildir dregist saman um 20% og menn hafa ofmetið fram[1]boðshliðina. Verðfallskúrfunni er lokið og verð hefur náð jafnvægi og jafnvel hækkað í sumum flokkum. Verð á sjófrystum afurðum fyrir fish&chips markaðinn í Bretlandi er til dæmis að hækka núna. Þar óttast menn að mikið af sjófrysta fiskinum leiti til Bandaríkjanna vegna þessarar þróunar,“ segir Friðleifur.

Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því að fiskur frá Kína með rússneskum uppruna dembist yfir Evrópumarkað og líklegra að dragi úr sölu fisks frá Rússlandi til Kína og hann fari í meira magni í vinnslu og neyslu innanlands. Þetta er mat Friðleifs Friðleifssonar, deildarstjóra hjá Iceland Seafood.

Fiskifrettir.is sögðu nýlega frá áhyggjum Norðmanna af því að Bandaríkin hafa bannað innflutning á sjávarafurðum af rússneskum uppruna, einnig frá þriðja landi, og að þessi fiskur, allt að 90 þúsund tonn á ári flæði yfir Evrópumarkað með tilheyrandi verðfalli fyrir evrópska framleiðendur. Friðleifur Friðleifsson hjá Iceland Seafood deilir ekki áhyggjum Norðmanna.

„Staða Íslendinga til þess að nýta sér Ameríkumarkað er betri en Norðmanna. Við eigum lengri og sterkari sögu inn á þann markað og við gætum verið fljótari að nýta okkur þau tækifæri sem myndast í Bandaríkjunum í tengslum við þetta,“ segir Friðleifur.

Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood.
Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood.

Hann telur jafnframt mjög óljóst hvort áhrifin af innflutningsbanninu í Bandaríkjunum verði þau að fiskur unninn úr rússnesku hráefni flæði inn á evrópskan markað.

Kínverjar kaupa norskt hráefni í stórum stíl

„Ég er alls ekki viss um að allur þessi fiskur rati til Kína og verði unninn þar inn á Evrópumarkað. Hluti af honum verður einfaldlega unninn í Rússlandi fyrir innanlandsmarkað. Kínverjar eru núna að kaupa norskt hráefni í stórum stíl því þeir átta sig á því að margir viðskiptavinir munu ekki vilja taka við fiski úr rússnesku hráefni.“

Friðleifur telur því ólíklegt að verðfall sé í kortunum fyrir þessar afurðir í Evrópu. Þvert á móti hafi verð verið að hækka frá því í október og nóvember á síðasta ári. Páskar eru fyrr á árinu en oft og þeir hafi áhrif til aukinnar eftirspurnar og verðhækkana. Auk þess virðist sem ójafnvægi sem komst á markaðinn í upphafi árs 2023 sé úr sögunni og verð náð jafnvægi.

„Margir kaupendur eru að átta sig á því að það er ekki til þetta fjall af fiski sem margir héldu að væri til. Í Barentshafi hafa aflaheimildir dregist saman um 20% og menn hafa ofmetið fram[1]boðshliðina. Verðfallskúrfunni er lokið og verð hefur náð jafnvægi og jafnvel hækkað í sumum flokkum. Verð á sjófrystum afurðum fyrir fish&chips markaðinn í Bretlandi er til dæmis að hækka núna. Þar óttast menn að mikið af sjófrysta fiskinum leiti til Bandaríkjanna vegna þessarar þróunar,“ segir Friðleifur.