Bandaríkin hafa tekið upp algert innflutningsbann á allar sjávarafurðir frá Rússlandi, einnig frá þriðja landi, og er þetta eitt viðbragða Bandaríkjanna við innrás Rússa í Úkraínu. Þetta hefur lengi staðið til en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lög um bannið fyrir áramót og tekur það strax gildi. Sérfræðingar óttast að þetta verði til þess að allt að 90 þúsund tonn þorski frá rússneska togaraflotanum flæði inn á markaði í Evrópu með tilheyrandi verðfalli.

Mikilvægt vinnslunni í Þýskalandi

Fjallað er um þetta í leiðara Fiskeribladet í Noregi og bent á að stór hluti af þorskafla Rússa sé seldur frystur til Kína þar sem hann er þíddur upp og unninn í neytendavörur fyrir Bandaríkjamarkað. Alls hafa þetta verið um 90 þúsund tonn á ári. Nú verður lokað fyrir þann innflutning til Bandaríkjanna. Rússar verða því að finna aðra markaði fyrir þennan fisk og þá beinast spjótin helst að Evrópu. Í leiðara Fiskeribladet segir að fátt bendi til þess að Evrópusambandið innleiði sams konar innflutningsbann og Bandaríkjamenn hafa nú gert með þeim afleiðingum að tugþúsundir tonna af þorskafurðum frá Rússlandi gæti flætt inn á evrópska markaðinn.

Aukið svigrúm á Bandaríkjamarkaði

Þetta gæti leitt til verðfalls jafnt fyrir norska og íslenska og auðvitað alla aðra framleiðendur í Evrópu. Fiskeribladet segir að nú séu þorskveiðar við Noreg að fara í fullan gang (skreisesong) en mikil óvissa ríki um afkomu greinarinnar til framtíðar litið. Skerðing í þorskaflaheimildum milli ára er 20% í Noregi og þótt nú í upphafi vertíðar fáist yfir 60 krónur norskar fyrir kílóið af þorski sé alls endis óvíst hvernig verð þróist með til tilliti til innflutningsbanns í Bandaríkjunum á rússneskar sjávarafurðir frá Kína.

Bent hefur verið á að fiskvinnslan í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er gríðarlega háð hráefni frá Rússlandi sem nánast heldur vinnslunni þar gangandi. Margir óttast að stærstur hluti þessara 90 þúsund tonna sem ekki fara lengur til Bandaríkjanna í gegnum Kína hafni í Evrópu. Þetta muni óhjákvæmilega leiða til verðlækkana og gildir þá einu hvort afurðirnar eru MSC merktar eður ei.

Bent er á það í leiðara Fiskeribladet að þrátt fyrir allt muni innflutningsbann á rússneskum fiski til Bandaríkjanna auka svigrúmið á þeim markaði fyrir evrópska framleiðendur.

Bandaríkin hafa tekið upp algert innflutningsbann á allar sjávarafurðir frá Rússlandi, einnig frá þriðja landi, og er þetta eitt viðbragða Bandaríkjanna við innrás Rússa í Úkraínu. Þetta hefur lengi staðið til en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lög um bannið fyrir áramót og tekur það strax gildi. Sérfræðingar óttast að þetta verði til þess að allt að 90 þúsund tonn þorski frá rússneska togaraflotanum flæði inn á markaði í Evrópu með tilheyrandi verðfalli.

Mikilvægt vinnslunni í Þýskalandi

Fjallað er um þetta í leiðara Fiskeribladet í Noregi og bent á að stór hluti af þorskafla Rússa sé seldur frystur til Kína þar sem hann er þíddur upp og unninn í neytendavörur fyrir Bandaríkjamarkað. Alls hafa þetta verið um 90 þúsund tonn á ári. Nú verður lokað fyrir þann innflutning til Bandaríkjanna. Rússar verða því að finna aðra markaði fyrir þennan fisk og þá beinast spjótin helst að Evrópu. Í leiðara Fiskeribladet segir að fátt bendi til þess að Evrópusambandið innleiði sams konar innflutningsbann og Bandaríkjamenn hafa nú gert með þeim afleiðingum að tugþúsundir tonna af þorskafurðum frá Rússlandi gæti flætt inn á evrópska markaðinn.

Aukið svigrúm á Bandaríkjamarkaði

Þetta gæti leitt til verðfalls jafnt fyrir norska og íslenska og auðvitað alla aðra framleiðendur í Evrópu. Fiskeribladet segir að nú séu þorskveiðar við Noreg að fara í fullan gang (skreisesong) en mikil óvissa ríki um afkomu greinarinnar til framtíðar litið. Skerðing í þorskaflaheimildum milli ára er 20% í Noregi og þótt nú í upphafi vertíðar fáist yfir 60 krónur norskar fyrir kílóið af þorski sé alls endis óvíst hvernig verð þróist með til tilliti til innflutningsbanns í Bandaríkjunum á rússneskar sjávarafurðir frá Kína.

Bent hefur verið á að fiskvinnslan í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er gríðarlega háð hráefni frá Rússlandi sem nánast heldur vinnslunni þar gangandi. Margir óttast að stærstur hluti þessara 90 þúsund tonna sem ekki fara lengur til Bandaríkjanna í gegnum Kína hafni í Evrópu. Þetta muni óhjákvæmilega leiða til verðlækkana og gildir þá einu hvort afurðirnar eru MSC merktar eður ei.

Bent er á það í leiðara Fiskeribladet að þrátt fyrir allt muni innflutningsbann á rússneskum fiski til Bandaríkjanna auka svigrúmið á þeim markaði fyrir evrópska framleiðendur.