Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segist vísa á bug ummælum Gunnars Davíðssonar sjávarútvegsfræðings um „áróðursmaskínu stangveiðimanna, auðmanna og áreiganda á Íslandi“ í umræðunni um sjókvíaeldi á laxi.

„Ummæli Gunnars um að andstæðingar sjókvíaeldis fái of mikið pláss í fjölmiðlum eru til marks um bergmálshellinn sem sjókvíeldisiðnaðurinn lifir í á Íslandi. Þetta er eins og að kvarta yfir því að fjölmiðlar flytji fréttir af eldgosi á Reykjanesi,“ segir Elvar.

Gunnar Davíðsson, sem búið hefur í Noregi í fjörutíu ár og er deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylkis, er í ítarlegu viðtali í jólablaði Fiskifrétta og hafa nokkrar fréttir úr því viðtali verið birtar á vef blaðsins yfir hátíðarnar.

Gagnrýnin ekki úr lausu lofti gripin

„Það er ekki eins og fjölmiðlaumræða, og gagnrýni okkar á sjókvíaeldið, sé úr lausu lofti gripin. Stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar þar sem frjóir eldislaxar fundust í tugum áður ósnortinna áa er til dæmis tilefni umfjöllunarinnar, miklu frekar en okkar viðbrögð við því,“ segir segir Elvar.

„Sama á við um mesta lúsafaraldur sem um getur með allt með allt að 96 lúsum á einum laxi, refsivert kæruleysi og athafnaleysi fyrirtækjanna og endalausar tilraunir þeirra til að berja niður gagnrýni í stað þess að reyna í það minnsta kosti að reka iðnaðinn innan þess ramma sem honum er settur.“

Norska vísindaráðið sé á öðru máli

Þá vitnar Elvar til orða Gunnars í viðtalinu um að strokulaxar úr sjókvíaeldi hafi lítil sem engin áhrif á villta laxastofna. Gunnar sagði einnig sjókvíaeldi vera vistvænustu eldisaðferðina.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem talsmenn sjókvíaeldis halda þessu fram. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar er Norska vísindaráðið [Vitenskapelig rad for lakseforvalting] á því að stærsta ógnin við villtan lax þar í landi sé sjókvíaeldi. Íslendingar eru bara síðastir í röðinni í þessum geira sem hefur alls staðar rústað lífríkinu. Við erum að sjá það gerast fyrir augunum á okkur og talsmenn iðnaðarins kalla það áróður þegar við bendum á það. Almenningur skilur alveg í þessu dæmi hver er Davíð og hver er Golíat,“ segir framkvæmdastjóri NASF.

Núverandi sjókvíaeldi sé þegar of mikið

Þess má geta í þessu samhengi að talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, Jón Kaldal, skrifar í dag skoðanagrein á Vísi um sjókvíaeldi.

Í grein sinni segir Jón meðal annars að ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land sé sett inn í spálíkan að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna komi í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verði ekki haldið áfram.

Raunveruleikinn annar en forsendurnar

„Í forsendum matsins er annars vegar gert ráð fyrir að ákveðinn fjöldi af litlum eldislaxi sleppi úr sjókvíum og hins vegar af fullorðnum eldislaxi úr sjókvíum.

Þessar forsendur voru fyrst og fremst fræðilegar, allt þar til í haust þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví í Patreksfirði. Þá kom í ljós að þeir syntu miklu lengra og fóru í miklu fleiri ár en líkanið gerði ráð fyrir. Raunveruleikinn reyndist annar en höfundar áhættumatsins höfðu reiknað út að hann ætti að vera,“ skrifar Jón Kaldal á visir.is.

Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segist vísa á bug ummælum Gunnars Davíðssonar sjávarútvegsfræðings um „áróðursmaskínu stangveiðimanna, auðmanna og áreiganda á Íslandi“ í umræðunni um sjókvíaeldi á laxi.

„Ummæli Gunnars um að andstæðingar sjókvíaeldis fái of mikið pláss í fjölmiðlum eru til marks um bergmálshellinn sem sjókvíeldisiðnaðurinn lifir í á Íslandi. Þetta er eins og að kvarta yfir því að fjölmiðlar flytji fréttir af eldgosi á Reykjanesi,“ segir Elvar.

Gunnar Davíðsson, sem búið hefur í Noregi í fjörutíu ár og er deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylkis, er í ítarlegu viðtali í jólablaði Fiskifrétta og hafa nokkrar fréttir úr því viðtali verið birtar á vef blaðsins yfir hátíðarnar.

Gagnrýnin ekki úr lausu lofti gripin

„Það er ekki eins og fjölmiðlaumræða, og gagnrýni okkar á sjókvíaeldið, sé úr lausu lofti gripin. Stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar þar sem frjóir eldislaxar fundust í tugum áður ósnortinna áa er til dæmis tilefni umfjöllunarinnar, miklu frekar en okkar viðbrögð við því,“ segir segir Elvar.

„Sama á við um mesta lúsafaraldur sem um getur með allt með allt að 96 lúsum á einum laxi, refsivert kæruleysi og athafnaleysi fyrirtækjanna og endalausar tilraunir þeirra til að berja niður gagnrýni í stað þess að reyna í það minnsta kosti að reka iðnaðinn innan þess ramma sem honum er settur.“

Norska vísindaráðið sé á öðru máli

Þá vitnar Elvar til orða Gunnars í viðtalinu um að strokulaxar úr sjókvíaeldi hafi lítil sem engin áhrif á villta laxastofna. Gunnar sagði einnig sjókvíaeldi vera vistvænustu eldisaðferðina.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem talsmenn sjókvíaeldis halda þessu fram. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar er Norska vísindaráðið [Vitenskapelig rad for lakseforvalting] á því að stærsta ógnin við villtan lax þar í landi sé sjókvíaeldi. Íslendingar eru bara síðastir í röðinni í þessum geira sem hefur alls staðar rústað lífríkinu. Við erum að sjá það gerast fyrir augunum á okkur og talsmenn iðnaðarins kalla það áróður þegar við bendum á það. Almenningur skilur alveg í þessu dæmi hver er Davíð og hver er Golíat,“ segir framkvæmdastjóri NASF.

Núverandi sjókvíaeldi sé þegar of mikið

Þess má geta í þessu samhengi að talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, Jón Kaldal, skrifar í dag skoðanagrein á Vísi um sjókvíaeldi.

Í grein sinni segir Jón meðal annars að ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land sé sett inn í spálíkan að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna komi í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verði ekki haldið áfram.

Raunveruleikinn annar en forsendurnar

„Í forsendum matsins er annars vegar gert ráð fyrir að ákveðinn fjöldi af litlum eldislaxi sleppi úr sjókvíum og hins vegar af fullorðnum eldislaxi úr sjókvíum.

Þessar forsendur voru fyrst og fremst fræðilegar, allt þar til í haust þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví í Patreksfirði. Þá kom í ljós að þeir syntu miklu lengra og fóru í miklu fleiri ár en líkanið gerði ráð fyrir. Raunveruleikinn reyndist annar en höfundar áhættumatsins höfðu reiknað út að hann ætti að vera,“ skrifar Jón Kaldal á visir.is.