Í dag var skrifað undir samning um bónusmál milli Verkalýðsfélags Akraness og HB Granda. Á vef verkalýðsfélagsins segir að þetta samkomulag komi til með að skila starfsmönnum HB Granda verulegum ávinningi.

Hækkun bónussins er tengd starfsaldri þannig að hann hækkar meira eftir því sem starfsaldurinn er lengri. Áður höfðu allir starfsmenn jafnháan bónus, óháð starfsaldri. Bónus byrjanda hækkar úr 356 kr. á hvern unninn tíma í 500 kr. eða um 40,45%. Bónus hjá starfsmanni með 7 ára starfsaldur hækkar úr 356 kr. í 650 kr. eða um 82,58%. Þessi breyting hefur þau áhrif á hækkun heildarlauna að laun byrjanda hækka um kr. 24.960 á mánuði eða um 9%. Laun starfsmanns með 7 ára starfsaldur hækka um kr. 50.960 á mánuði eða um 18%. Á ársgrundvelli skilar þessi hækkun 7 ára starfsmanni 611.520 krónum, sem  jafngildir tveggja mánaða launum.

Á vef verkalýðsfélagsins segir að mikil ánægja ríkir með samkomulagið meðal. starfsamanna. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagði við undirritunina að þetta samkomulag myndi einnig gilda fyrir starfsmenn fyrirtækisins við Norðurgarð í Reykjavík.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagði við undirritunina að þetta samkomulag myndi einnig gilda fyrir starfsmenn fyrirtækisins við Norðurgarð í Reykjavík.