Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hafi strandað í Tálknafirði klukkan 21.15 í kvöld. Hafa tveir bátar á vegum slysavarnarfélaga á Patreksfirði og í Tálknafirði verið ræstir út og er þyrla gæslunnar í viðbragstöðu. Mbl.is segir frá þessu.
Tvö skip Landhelgisgæslunnar vinna nú að því að koma fólki úr rannsóknarskipinu 20 manns eru um borð í skipinu.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er gert ráð fyrir því að átta af þeim tuttugu sem um borð eru í skipinu yfirgefi það á næstunni.
Ásgeir segir veðurskilyrði á svæðinu þokkaleg, en hægviðri er á svæðinu. Hann segir að engin slys séu á fólki og vinni Landhelgisgæslan nú á vettvangi.