Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni barst til­kynn­ing um að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hafi strandað í Tálknafirði klukk­an 21.15 í kvöld. Hafa tveir bát­ar á veg­um slysa­varn­ar­fé­laga á Pat­reks­firði og í Tálknafirði verið ræst­ir út og er þyrla gæsl­unn­ar í viðbrag­stöðu. Mbl.is segir frá þessu.

Tvö skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar vinna nú að því að koma fólki úr rann­sókn­ar­skip­inu 20 manns eru um borð í skip­inu.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, er gert ráð fyr­ir því að átta af þeim tutt­ugu sem um borð eru í skip­inu yf­ir­gefi það á næst­unni.

Ásgeir seg­ir veður­skil­yrði á svæðinu þokka­leg, en hægviðri er á svæðinu. Hann seg­ir að eng­in slys séu á fólki og vinni Land­helg­is­gæsl­an nú á vett­vangi.