Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nú verið auglýst til sölu og er óskað tilboða.
Samkvæmt auglýsingunni verða þau tilboð sem kunna að berast opnuð 31. mars á næsta ári. Fram hefur komið að endað gæti með að Bjarni Sæmundsson yrði seldur í brotajárn berist ekki betri tilboð.
Eins og kunnugt er mun hið nýja rannsóknaskip Þórunn Þórðardóttir vera væntanlegt til landsins innan tíðar.
Þjónað í 54 ár
Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár. Það hefur því þjónað í alls 54 ár.
„Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur.
Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Auglýsing Framkvæmdasýslunnar sem er á ensku:
For sale - Research vessel Bjarni Sæmundsson
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) on behalf of the Icelandic Government intends to sell the specially equipped research vessel Bjarna Sæmundsson built in 1970 in Germany and is still in service. The first cruise was in January 1971. The vessel is built as a general research vessel, including fishery and oceanographic research. The propulsion system is of diesel electric type to secure low noise level. These ship expeditions focus on, among other things, a variety of ecological observations, population measurements of the seabed, fish tagging and fishing gear research.
Year 2003, the vessel had a major overhaul which included basically replacement of all three diesel engines, with new power management system, renewal of the hydraulic system, renewal of insulation, lining and inventor in messroom, galley, dayroom, laboratory, room, wet laboratory and wheelhouse.
The seller will take into consideration sustainability, reuse and carbon footprint when reviewing incoming information.
For further information:
Research vessel Bjarni Sæmundsson
The ship will be sold as is, where it is currently located and will be delivered at Hafnarfjörður Harbor (or at Harbor nearby) when a contract has been signed.
Asbestos is known to be in the ship, but an assessment has not been executed.
Interested buyers will be invited to a site inspection if requested. Further information will be launched into FSRE website https://www.fsre.is/auglysingar/utbod/. For further questions send an email to [email protected]
FSRE operates under the auspices of the Ministry of Finance and Economic Affairs.
Útboðsnúmer: 41150
Fyrirspurnarfrestur: 31.03.2025
Opnun tilboða: 31.3.2025