Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.580 tonn af síld og hófst vinnsla úr skipinu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðdegis. Rætt er við Sturlu Þórðarson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Hann var spurður í hve mörgum holum aflinn hefði fengist.

„Aflinn fékkst í fjórum holum sunnarlega á Héraðsflóanum. Þegar við komum út var ekki sérstaklega mikið að sjá en síðan birtist allt í einu fullt af síld. Í síðasta holinu fengust tæp 800 tonn og það var einungis dregið í 50 mínútur. Þegar síldin birtist var hörkuveiði hjá öllum bátunum sem þarna voru. Síldin er stundum svona; það er lítið að sjá eina stundina en augnabliki síðar er allt gjörbreytt. Veiðarnar hafa gengið vel að undanförnu og allt útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sturla.

Síld í hæsta gæðaflokki

Oddur Einarsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, segir að síldin úr Beiti sé í hæsta gæðaflokki. „Síldin er eins fersk og hún getur verið og hentar í alla staði vel til vinnslu. Við erum að framleiða samflök og síðan er stærsta síldin heilfryst. Þetta er úrvalsvara,“ segir Oddur.

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.580 tonn af síld og hófst vinnsla úr skipinu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðdegis. Rætt er við Sturlu Þórðarson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Hann var spurður í hve mörgum holum aflinn hefði fengist.

„Aflinn fékkst í fjórum holum sunnarlega á Héraðsflóanum. Þegar við komum út var ekki sérstaklega mikið að sjá en síðan birtist allt í einu fullt af síld. Í síðasta holinu fengust tæp 800 tonn og það var einungis dregið í 50 mínútur. Þegar síldin birtist var hörkuveiði hjá öllum bátunum sem þarna voru. Síldin er stundum svona; það er lítið að sjá eina stundina en augnabliki síðar er allt gjörbreytt. Veiðarnar hafa gengið vel að undanförnu og allt útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Sturla.

Síld í hæsta gæðaflokki

Oddur Einarsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, segir að síldin úr Beiti sé í hæsta gæðaflokki. „Síldin er eins fersk og hún getur verið og hentar í alla staði vel til vinnslu. Við erum að framleiða samflök og síðan er stærsta síldin heilfryst. Þetta er úrvalsvara,“ segir Oddur.