Beitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1.000 tonn af kolmunna. Rætt er við Tómas Kárason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

„Við fengum um helming aflans í Rósagarðinum í íslenskri lögsögu en hinn helmingurinn fékkst innan færeyskrar lögsögu. Lengi vel var ekki mikið af fiski að sjá á þessum slóðum en þetta leit þó betur út undir lokin, þá varð vart við mun meira líf en áður. Annars var afli skipanna sem þarna voru að veiðum býsna misjafn. Við fengum aflann í fimm holum og aflinn var frá 120 tonnum og upp í 300 tonn í holi. Dregið var misjafnlega lengi eða frá 10 og upp í 20 tíma. Kolmunninn sem þarna fæst er hinn fallegasti og þokkalega stór. Strax eftir löndun munum við halda til síldveiða en um þessar mundir er veiðum á norsk-íslenskri síld að ljúka,” segir Tómas.

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1.000 tonn af kolmunna. Rætt er við Tómas Kárason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

„Við fengum um helming aflans í Rósagarðinum í íslenskri lögsögu en hinn helmingurinn fékkst innan færeyskrar lögsögu. Lengi vel var ekki mikið af fiski að sjá á þessum slóðum en þetta leit þó betur út undir lokin, þá varð vart við mun meira líf en áður. Annars var afli skipanna sem þarna voru að veiðum býsna misjafn. Við fengum aflann í fimm holum og aflinn var frá 120 tonnum og upp í 300 tonn í holi. Dregið var misjafnlega lengi eða frá 10 og upp í 20 tíma. Kolmunninn sem þarna fæst er hinn fallegasti og þokkalega stór. Strax eftir löndun munum við halda til síldveiða en um þessar mundir er veiðum á norsk-íslenskri síld að ljúka,” segir Tómas.