Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar með 543 tonn af fiski upp úr sjó. Þetta kemur fram á vef Fisk Seafood. Heildarverðmæti aflans er um 214 milljónir króna.
Af aflanum voru um 345 tonn af ýsu, 84 tonn af þorski, 59 tonn af ufsa,
41 tonn af gullkarfa og svo minna af öðrum tegundum.
Á fisk.is sagði einnig frá því á þriðjudag að Málmey SK1 landaði 114 tonnum á Sauðárkróki. Skipið hafi meðal annars verið á veiðum á Flugbrautinni. Uppistaða aflans hafi verið þorskur, karfi og ufsi.