Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar með samtals 636 tonna afla upp úr sjó.

Frá þessu segir á heimasíðu Fisk Seafood nú í morgun. Þar kemur fram að heildarverðmæti aflans sé um 244 millljónir króna. Aflinn skiptist þannig að á land komu 186 tonn af gullkarfa, 157 tonn af ýsu, 125 tonn af ufsa og 120 tonn af þorski. Minna var svo af öðrum tegundum segir á fisk.is.