Anna EA, sem Útgerðarfélag Akureyringa seldi til Arctic Fishery Alliance í Kanada um mitt ár í fyrra, lætur senn snurfusuð úr höfn áleiðis til heimahafnar undir heitinu Kiviuq I. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og þótti gott línuveiðiskip. Línan er dregin í gegnum brunn í miðju skipsins. Skipið, sem er 52 metra langt, hafði ekki stundað veiðar í nokkurn tíma fyrir ÚA.