Útgerðarfélagið Jakob Valgeir í Bolungarvík hefur um árabil verið í hópi umfangsmestu sjávarútvegsfyrirtækja Vestfjarða, stofnað um miðjan níunda áratug síðustu aldar af bræðrunum Flosa og Finnboga Jakobssyni. Synir Flosa hafa síðan tekið við félaginu, Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og Guðbjartur framleiðslustjóri.

„Við bræður komum inn í þetta, Jakob 1997 minnir mig og ég 2004. Þetta hefur allt verið vaxandi síðan þá,“ segir Guðbjartur sem stýrir framleiðslunni í Bolungarvík meðan Jakob Valgeir stýrir fyrirtækinu að sunnan. Tveir synir Jakobs starfa einnig hjá fyrirtækinu, þeir Daði Valgeir og Flosi Valgeir.

„Þeir eru verkstjórar hérna í vinnslunni. Við vorum með pólskan verkstjóra sem hætti í fyrra og hafði averið hjá okkur í fimmtán ár. Svo er pabbi að verða sjötugur og eiginlega að setjast í helgan stein.“

Fjárfest í tækni

Fyrirtækið fjárfesti nýlega í tæknivæddum vinnslubúnaði frá Marel og hyggur á frekari fjárfestingar.

Nútímavædd Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. FF MYND/Guðsteinn
Nútímavædd Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. FF MYND/Guðsteinn

„Við erum líka búnir að byggja mörgum sinnum við þessi hús. Það hefur verið pláss hérna í kringum okkur þannig að við höfum getað stækkað þetta bara. Það eru komnar margar viðbyggingar. Svo eru alltaf einhverjar fjárfestingar framundan. Mest verið að fjárfesta í tækjum inn í vinnsluna núna. Við erum búnir að panta 11 róbóta, komnir með tvo í dag en þeir eiga að vera allir komnir í vor.“

Eins og annars staðar þar sem tæknin heldur innreið sína fylgja því töluverðar breytingar á störfunum.

„Það verða til léttari störf. Það þarf aðallega að fylgjast með þessu, en fækkar í handavinnunni.“

Léttsaltað til Spánar

Megnið af framleiðslunni er léttsaltaður þorskur sem sendur er til Spánar þar sem Iceland Iberica sér um að dreifa honum.

„Við erum búnir að vera í þessu léttsaltaða eiginlega alveg. Við gerum alveg annað og seljum annað, en aðalflæðið er til Suður-Evrópu. Við erum aðeins að frysta ýsuna núna og það fer þá eitthvað inn á Bretland og Frakkland, jafnvel Bandaríkin líka. Svo er ufsinn að fara á Spán og Brasilíu og Tyrkland.“

Meira frelsi

Í krókaaflakerfinu er Jakob Valgeir með aflahlutdeild nánast í toppi. Engu að síður segir Guðbjartur að það væri vel þegið að fá meiri veiðiheimildir.

„Við myndum aðallega vilja fá meira frelsi í því kerfi, geta veitt á þau veiðarfæri sem okkur hentar í staðinn fyrir að vera niðurnjörvaðir í króka. Það er erfiðara að sækja í trollið núna heldur en var, en það er mjög gott ástand á línunni. Fyrir nokkrum árum síðan var þetta alveg öfugt, og þá verður þetta þannig að það er vonlaust að fá mannskap til að vinna á þessu líka, því það fer alveg saman, afkoma útgerðarinnar og laun sjómannanna.“

Skilningur heimafólks

Guðbjartur er spurður hvað honum finnist um umræðuna í kringum sjávarútveg, sem oft er óvægin, og hvað þurfi til að ná einhvers konar sátt um greinina meðal þjóðarinnar.

„Ja, það er nú það. Ef einn gerir eitthvað af sér þá eru einhvern veginn allir teknir af lífi. Það er bara einhvern veginn í þjóðfélagskenndinni held ég hjá Íslendingum að hafa skoðanir á sjávarútvegi. Og þá er fólk aldrei sammála, alveg sama hvað er gert. Það er svo sem kannski ágætt líka. Í Noregi er líka mikil umræða í gangi um sjávarútveginn, en ég held að fólk sé ekkert að spá svona mikið í hann þar.“

Hann segist þó ekki verða var við annað en skilning af hálfu heimafólks í Bolungarvík.

„Ég veit svo sem ekki um aðra staði á landinu, en er mjög ánægður með samfélagið hér gagnvart okkur. Mér finnst það vera mjög jákvætt. Auðvitað er alltaf einn og einn sem er mótfallinn einhverju sem við gerum, en heilt yfir er bara ánægja. Skilningur á greininni í Bolungarvík er held ég ágætur.“

Máttarstólpum fjölgar

Jakob Valgeir er stærsti vinnuveitandi bæjarins, með ríflega tíu prósent íbúa Bolungarvíkur í vinnu hjá sér. Alls starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu, þar af um 50 manns í vinnslunni.

„Fyrir 15 árum vorum við langstærsta fyrirtækið hérna en það hefur mikil breyting orðið hér í Bolungarvík. Í dag erum við komin með Örnu sem er orðið mjög stórt og rótgróið félag í bænum. Svo erum við að fá laxeldisfélögin hingað inn líka, þannig að það eru fleiri máttarstólpar í sveitarfélaginu. Ég held að Arna sé 50 manna vinnustaður, og Arctic Fish verða væntanlega komnir með einhverja tugi fljótlega, þeir ætla að byrja að vinna hérna í vor. Svo er mjög mikið af iðnaðarmönnum hérna núna.“

Flest starfsfólkið hjá Jakobi Valgeir er búsett í Bolungarvík en margir þó með erlent ríkisfang, mikið Taílendingar og Pólverjar.

„Nýir starfsmenn vinnslunnar eru flestir að flytja til landsins, en þeir setjast að hérna. Eru flestir með fjölskyldutengsl hérna fyrir. Þekkir fólk sem er að vinna hérna, hvort sem það er frændi eða frænka eða eitthvað svoleiðis. Sjómennirnir eru svo meira Íslendingar, en það eru samt alveg Taílendingar og Pólverjar á þeim líka.“

Jakob Valgeir tók eiginlega við þeirri stöðu sem Einar Guðfinnsson hafði haft í Bolungarvík drjúgan part síðustu aldar.

„Þeir fóru 1992 held ég, og Bolungarvík er búin að vera svolítið í varnarbaráttu síðan þá þangað til núna. Það er mjög mikill uppgangur núna. Ég er náttúrlega búinn að búa hérna allt mitt líf og þetta er allt öðru vísi samfélag núna.“

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir í Bolungarvík hefur um árabil verið í hópi umfangsmestu sjávarútvegsfyrirtækja Vestfjarða, stofnað um miðjan níunda áratug síðustu aldar af bræðrunum Flosa og Finnboga Jakobssyni. Synir Flosa hafa síðan tekið við félaginu, Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og Guðbjartur framleiðslustjóri.

„Við bræður komum inn í þetta, Jakob 1997 minnir mig og ég 2004. Þetta hefur allt verið vaxandi síðan þá,“ segir Guðbjartur sem stýrir framleiðslunni í Bolungarvík meðan Jakob Valgeir stýrir fyrirtækinu að sunnan. Tveir synir Jakobs starfa einnig hjá fyrirtækinu, þeir Daði Valgeir og Flosi Valgeir.

„Þeir eru verkstjórar hérna í vinnslunni. Við vorum með pólskan verkstjóra sem hætti í fyrra og hafði averið hjá okkur í fimmtán ár. Svo er pabbi að verða sjötugur og eiginlega að setjast í helgan stein.“

Fjárfest í tækni

Fyrirtækið fjárfesti nýlega í tæknivæddum vinnslubúnaði frá Marel og hyggur á frekari fjárfestingar.

Nútímavædd Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. FF MYND/Guðsteinn
Nútímavædd Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. FF MYND/Guðsteinn

„Við erum líka búnir að byggja mörgum sinnum við þessi hús. Það hefur verið pláss hérna í kringum okkur þannig að við höfum getað stækkað þetta bara. Það eru komnar margar viðbyggingar. Svo eru alltaf einhverjar fjárfestingar framundan. Mest verið að fjárfesta í tækjum inn í vinnsluna núna. Við erum búnir að panta 11 róbóta, komnir með tvo í dag en þeir eiga að vera allir komnir í vor.“

Eins og annars staðar þar sem tæknin heldur innreið sína fylgja því töluverðar breytingar á störfunum.

„Það verða til léttari störf. Það þarf aðallega að fylgjast með þessu, en fækkar í handavinnunni.“

Léttsaltað til Spánar

Megnið af framleiðslunni er léttsaltaður þorskur sem sendur er til Spánar þar sem Iceland Iberica sér um að dreifa honum.

„Við erum búnir að vera í þessu léttsaltaða eiginlega alveg. Við gerum alveg annað og seljum annað, en aðalflæðið er til Suður-Evrópu. Við erum aðeins að frysta ýsuna núna og það fer þá eitthvað inn á Bretland og Frakkland, jafnvel Bandaríkin líka. Svo er ufsinn að fara á Spán og Brasilíu og Tyrkland.“

Meira frelsi

Í krókaaflakerfinu er Jakob Valgeir með aflahlutdeild nánast í toppi. Engu að síður segir Guðbjartur að það væri vel þegið að fá meiri veiðiheimildir.

„Við myndum aðallega vilja fá meira frelsi í því kerfi, geta veitt á þau veiðarfæri sem okkur hentar í staðinn fyrir að vera niðurnjörvaðir í króka. Það er erfiðara að sækja í trollið núna heldur en var, en það er mjög gott ástand á línunni. Fyrir nokkrum árum síðan var þetta alveg öfugt, og þá verður þetta þannig að það er vonlaust að fá mannskap til að vinna á þessu líka, því það fer alveg saman, afkoma útgerðarinnar og laun sjómannanna.“

Skilningur heimafólks

Guðbjartur er spurður hvað honum finnist um umræðuna í kringum sjávarútveg, sem oft er óvægin, og hvað þurfi til að ná einhvers konar sátt um greinina meðal þjóðarinnar.

„Ja, það er nú það. Ef einn gerir eitthvað af sér þá eru einhvern veginn allir teknir af lífi. Það er bara einhvern veginn í þjóðfélagskenndinni held ég hjá Íslendingum að hafa skoðanir á sjávarútvegi. Og þá er fólk aldrei sammála, alveg sama hvað er gert. Það er svo sem kannski ágætt líka. Í Noregi er líka mikil umræða í gangi um sjávarútveginn, en ég held að fólk sé ekkert að spá svona mikið í hann þar.“

Hann segist þó ekki verða var við annað en skilning af hálfu heimafólks í Bolungarvík.

„Ég veit svo sem ekki um aðra staði á landinu, en er mjög ánægður með samfélagið hér gagnvart okkur. Mér finnst það vera mjög jákvætt. Auðvitað er alltaf einn og einn sem er mótfallinn einhverju sem við gerum, en heilt yfir er bara ánægja. Skilningur á greininni í Bolungarvík er held ég ágætur.“

Máttarstólpum fjölgar

Jakob Valgeir er stærsti vinnuveitandi bæjarins, með ríflega tíu prósent íbúa Bolungarvíkur í vinnu hjá sér. Alls starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu, þar af um 50 manns í vinnslunni.

„Fyrir 15 árum vorum við langstærsta fyrirtækið hérna en það hefur mikil breyting orðið hér í Bolungarvík. Í dag erum við komin með Örnu sem er orðið mjög stórt og rótgróið félag í bænum. Svo erum við að fá laxeldisfélögin hingað inn líka, þannig að það eru fleiri máttarstólpar í sveitarfélaginu. Ég held að Arna sé 50 manna vinnustaður, og Arctic Fish verða væntanlega komnir með einhverja tugi fljótlega, þeir ætla að byrja að vinna hérna í vor. Svo er mjög mikið af iðnaðarmönnum hérna núna.“

Flest starfsfólkið hjá Jakobi Valgeir er búsett í Bolungarvík en margir þó með erlent ríkisfang, mikið Taílendingar og Pólverjar.

„Nýir starfsmenn vinnslunnar eru flestir að flytja til landsins, en þeir setjast að hérna. Eru flestir með fjölskyldutengsl hérna fyrir. Þekkir fólk sem er að vinna hérna, hvort sem það er frændi eða frænka eða eitthvað svoleiðis. Sjómennirnir eru svo meira Íslendingar, en það eru samt alveg Taílendingar og Pólverjar á þeim líka.“

Jakob Valgeir tók eiginlega við þeirri stöðu sem Einar Guðfinnsson hafði haft í Bolungarvík drjúgan part síðustu aldar.

„Þeir fóru 1992 held ég, og Bolungarvík er búin að vera svolítið í varnarbaráttu síðan þá þangað til núna. Það er mjög mikill uppgangur núna. Ég er náttúrlega búinn að búa hérna allt mitt líf og þetta er allt öðru vísi samfélag núna.“