Fimmtán starfsmönnum nýsköpunarfyrirtækisins Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Aðeins Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri heldur starfi sínu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Marine Collagen, sem hóf starfsemi í Grindavík fyrir þremur árum, framleiðir gelatín og kollagen úr fiskroði. Vinnslan hefur legið niðri allt frá 10. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. Nú hefur RÚV eftir Erlu Ósk að ástand húsnæðisins sé slæmt og launastuðningur frá ríkinu renni út nú í ágúst.
Huguðu að nýrri staðsetningu fyrr á árinu
Þegar rætt var við Erlu Ósk í Fiskifréttum í febrúar síðastliðnum lýsti hún erfiðri stöðu Marine Collagen.
„Ég er að reyna að halda viðskiptavinum góðum og halda okkar viðskiptasamböndum en nú er ég að klára allt sem ég á,“ sagði Erla Ósk. Byrjað væri að huga að nýrri staðsetningu. „Við erum mest að horfa á suðvesturhornið. Þar fellur til mest af roðinu sem við notum,“ sagði hún þá við Fiskifréttir.
Húsið hallar og rafmagnsstrengur í sundur
„Það er sprunga í gegnum lóðina og innkeyrsluna hjá okkur. Rafmagnsstrengurinn er farinn í sundur. Það komst reyndar á heitt vatn loksins fyrir nokkrum vikum. En húsnæðið hallar um 15 sentímetra,“ er haft eftir Erlu.
Þá kemur fram að beðið sé lokaniðurstöðu úttektar Náttúruhamfaratryggingar Íslands á ástandi hússins. Á meðan sé ekki hægt að taka ákvörðun um kostnaðarsama flutninga og erfitt sé að gera framtíðaráætlanir um rekstur.
„Fyrirtækið hefur sótt um rekstarstuðning til ríkisins en launastuðningurinn rennur út nú í ágúst. Því hefur öllu starfsfólki, utan framkvæmdastjóra, verið sagt upp störfum,“ segir í frétt RÚV þar sem nánar er fjallað um stöðuna hjá Marine Collagen.
Fimmtán starfsmönnum nýsköpunarfyrirtækisins Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Aðeins Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri heldur starfi sínu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Marine Collagen, sem hóf starfsemi í Grindavík fyrir þremur árum, framleiðir gelatín og kollagen úr fiskroði. Vinnslan hefur legið niðri allt frá 10. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. Nú hefur RÚV eftir Erlu Ósk að ástand húsnæðisins sé slæmt og launastuðningur frá ríkinu renni út nú í ágúst.
Huguðu að nýrri staðsetningu fyrr á árinu
Þegar rætt var við Erlu Ósk í Fiskifréttum í febrúar síðastliðnum lýsti hún erfiðri stöðu Marine Collagen.
„Ég er að reyna að halda viðskiptavinum góðum og halda okkar viðskiptasamböndum en nú er ég að klára allt sem ég á,“ sagði Erla Ósk. Byrjað væri að huga að nýrri staðsetningu. „Við erum mest að horfa á suðvesturhornið. Þar fellur til mest af roðinu sem við notum,“ sagði hún þá við Fiskifréttir.
Húsið hallar og rafmagnsstrengur í sundur
„Það er sprunga í gegnum lóðina og innkeyrsluna hjá okkur. Rafmagnsstrengurinn er farinn í sundur. Það komst reyndar á heitt vatn loksins fyrir nokkrum vikum. En húsnæðið hallar um 15 sentímetra,“ er haft eftir Erlu.
Þá kemur fram að beðið sé lokaniðurstöðu úttektar Náttúruhamfaratryggingar Íslands á ástandi hússins. Á meðan sé ekki hægt að taka ákvörðun um kostnaðarsama flutninga og erfitt sé að gera framtíðaráætlanir um rekstur.
„Fyrirtækið hefur sótt um rekstarstuðning til ríkisins en launastuðningurinn rennur út nú í ágúst. Því hefur öllu starfsfólki, utan framkvæmdastjóra, verið sagt upp störfum,“ segir í frétt RÚV þar sem nánar er fjallað um stöðuna hjá Marine Collagen.