Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að tímabundin notkun á eldissvæði í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Laxinn lifi sagði meðal annars í kæru sinni að ástand standsjávarhlotsins Ísafjarðardjúp hafi ekki verið metið samkvæmt ákvæðum laga um stjórn vatnamála  og því lægju engar upplýsingar fyrir um hvort ástand þess væri í samræmi við umhverfismarkmið þess. Ekki hafi verið gert straumlíkan fyrir Ísafjarðardjúp til þess að áætla rek á laxalúsalirfum milli eldissvæða. Líkur væru á að aukin tíðni slysasleppinga í sjókvíaeldi verði til þess að villtur fiskur smitist af laxalús í auknum mæli.

Skilyrði um ófrjóan lax á einu svæði af þremur

Í umfjöllum úrskurðarnefndarinnarsegir að sjókvíaeldi Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi hafi hlotið málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Þann 22. desember 2020 hafi Skipulagsstofnun birt álit um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins.

„Núverandi fyrirkomulag eldis samkvæmt starfs- og rekstrarleyfum félagsins gerir ráð fyrir kynslóðaskiptu eldi þannig að hverju sinni verði aðeins einn árgangur af laxi í eldi á hverju árgangasvæði sem félagið hafi yfir að ráða. Þau skilyrði eru jafnframt sett að á einu af þremur árgangasvæðum félagsins sé aðeins heimilt að ala ófrjóan lax. Með því er gert ráð fyrir að framleidd verði 6.800 tonn af frjóum laxi í tvö ár af þremur og síðan sama magn af ófrjóum laxi í eitt ár,“ segir um starfsemina í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar.

Eldi á ófrjóum laxi enn óraunhæft

Þá kemur fram að 5. janúar 2024 hafi Skipulagsstofnun borist tilkynning frá Háafelli ehf. um tímabundna notkun á eldissvæði í Seyðisfirði.

„Fram kom að Háafell teldi eldi á ófrjóum laxi enn óraunhæfan valkost. Unnið sé að slátrun á eldislaxi úr kvíum í Skötufirði og fyrirséð að minnsti fiskurinn verði ekki tilbúinn til slátrunar fyrr en í ágúst 2024. Sú breyting sem áformuð sé á eldinu felist í tímabundinni notkun á tveimur eldissvæðum með mismunandi árgöngum eldislax innan sama árgangasvæðis. Um sé að ræða eldissvæðin Ytra-Kofradýpi og Seyðisfjörð. Um sé að ræða tímabundið frávik sem vari frá vori 2024 til vorsins 2026 og er ráðgerðu fyrirkomulagi lýst nánar, þ.m.t. fjölda útsettra seiða, eldistíma í sjó, fóðurnotkun og áætlaðri losun,“ segir enn í umfjöllun nefndarinnar.

Umfang eldisins sé tiltölulega lítið

Í málsrökum Háafells til úrskurðarnefndarinnar segir meðal annars að samkvæmt lögum sé það hlutverk rekstraraðila að meta ástandið undir og í næsta nágrenni sjókvía þar sem áhrifa eldis gæti. Þær niðurstöður séu birtar á vef Umhverfisstofnunar í samræmi við vöktunaráætlun.

Ekki sé rétt að ekki hafi verið gert straumlíkan fyrir Ísafjarðardjúp. Umfang eldis þar sé tiltöluleg lítið, um 6.000 tonn af lífmassa af metnu 30.000 tonna burðarþoli hafsvæðisins samkvæmt opinberum gögnum. Muni aukning á lífmassa eldisfisks verða hæg á næstu tveimur árum meðan ráðgert eldi fari fram í Seyðisfirði.

„Hvað snerti vöktun á netapoka hafi félagið lengi miðað við að eftirlit sé með honum á u.þ.b. mánaðar fresti, en auk þess hafi nýverið verið gerðar breytingar á reglugerð sem varði tíðni og tilhögun eftirlits með netapokum. Jafnframt er lýst þeim aðferðum sem ráðgerðar eru til þess að vakta álag vegna lúsar og nánari lýsing sett fram á ráðgerðum fyrirbyggjandi úrræðum vegna laxalúsar,“ segir um rök Háafells.

Haldbær rök fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar er farið yfir efnisatriði málsins og að lokum komist að eftirfarandi niðurstöðu.

„Að áliti úrskurðarnefndarinnar er ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd breyting skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum studd haldbærum rökum. Verður og ekki annað séð en að stofnunin hafi að rannsökuðu máli lagt viðhlítandi og sjálfsætt mat á þá þætti sem máli skipti um það hvort umtalsverð umhverfisáhrif hlytust af framkvæmdinni. Verður því að hafna kröfu um ógildingu hennar.“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að tímabundin notkun á eldissvæði í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Laxinn lifi sagði meðal annars í kæru sinni að ástand standsjávarhlotsins Ísafjarðardjúp hafi ekki verið metið samkvæmt ákvæðum laga um stjórn vatnamála  og því lægju engar upplýsingar fyrir um hvort ástand þess væri í samræmi við umhverfismarkmið þess. Ekki hafi verið gert straumlíkan fyrir Ísafjarðardjúp til þess að áætla rek á laxalúsalirfum milli eldissvæða. Líkur væru á að aukin tíðni slysasleppinga í sjókvíaeldi verði til þess að villtur fiskur smitist af laxalús í auknum mæli.

Skilyrði um ófrjóan lax á einu svæði af þremur

Í umfjöllum úrskurðarnefndarinnarsegir að sjókvíaeldi Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi hafi hlotið málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Þann 22. desember 2020 hafi Skipulagsstofnun birt álit um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins.

„Núverandi fyrirkomulag eldis samkvæmt starfs- og rekstrarleyfum félagsins gerir ráð fyrir kynslóðaskiptu eldi þannig að hverju sinni verði aðeins einn árgangur af laxi í eldi á hverju árgangasvæði sem félagið hafi yfir að ráða. Þau skilyrði eru jafnframt sett að á einu af þremur árgangasvæðum félagsins sé aðeins heimilt að ala ófrjóan lax. Með því er gert ráð fyrir að framleidd verði 6.800 tonn af frjóum laxi í tvö ár af þremur og síðan sama magn af ófrjóum laxi í eitt ár,“ segir um starfsemina í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar.

Eldi á ófrjóum laxi enn óraunhæft

Þá kemur fram að 5. janúar 2024 hafi Skipulagsstofnun borist tilkynning frá Háafelli ehf. um tímabundna notkun á eldissvæði í Seyðisfirði.

„Fram kom að Háafell teldi eldi á ófrjóum laxi enn óraunhæfan valkost. Unnið sé að slátrun á eldislaxi úr kvíum í Skötufirði og fyrirséð að minnsti fiskurinn verði ekki tilbúinn til slátrunar fyrr en í ágúst 2024. Sú breyting sem áformuð sé á eldinu felist í tímabundinni notkun á tveimur eldissvæðum með mismunandi árgöngum eldislax innan sama árgangasvæðis. Um sé að ræða eldissvæðin Ytra-Kofradýpi og Seyðisfjörð. Um sé að ræða tímabundið frávik sem vari frá vori 2024 til vorsins 2026 og er ráðgerðu fyrirkomulagi lýst nánar, þ.m.t. fjölda útsettra seiða, eldistíma í sjó, fóðurnotkun og áætlaðri losun,“ segir enn í umfjöllun nefndarinnar.

Umfang eldisins sé tiltölulega lítið

Í málsrökum Háafells til úrskurðarnefndarinnar segir meðal annars að samkvæmt lögum sé það hlutverk rekstraraðila að meta ástandið undir og í næsta nágrenni sjókvía þar sem áhrifa eldis gæti. Þær niðurstöður séu birtar á vef Umhverfisstofnunar í samræmi við vöktunaráætlun.

Ekki sé rétt að ekki hafi verið gert straumlíkan fyrir Ísafjarðardjúp. Umfang eldis þar sé tiltöluleg lítið, um 6.000 tonn af lífmassa af metnu 30.000 tonna burðarþoli hafsvæðisins samkvæmt opinberum gögnum. Muni aukning á lífmassa eldisfisks verða hæg á næstu tveimur árum meðan ráðgert eldi fari fram í Seyðisfirði.

„Hvað snerti vöktun á netapoka hafi félagið lengi miðað við að eftirlit sé með honum á u.þ.b. mánaðar fresti, en auk þess hafi nýverið verið gerðar breytingar á reglugerð sem varði tíðni og tilhögun eftirlits með netapokum. Jafnframt er lýst þeim aðferðum sem ráðgerðar eru til þess að vakta álag vegna lúsar og nánari lýsing sett fram á ráðgerðum fyrirbyggjandi úrræðum vegna laxalúsar,“ segir um rök Háafells.

Haldbær rök fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar er farið yfir efnisatriði málsins og að lokum komist að eftirfarandi niðurstöðu.

„Að áliti úrskurðarnefndarinnar er ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd breyting skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum studd haldbærum rökum. Verður og ekki annað séð en að stofnunin hafi að rannsökuðu máli lagt viðhlítandi og sjálfsætt mat á þá þætti sem máli skipti um það hvort umtalsverð umhverfisáhrif hlytust af framkvæmdinni. Verður því að hafna kröfu um ógildingu hennar.“