Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, segir upplýsingatæknina vera stórt framfaraskref fyrir sjómenn.

„Í stað þess að hlusta á sjóveðurspána á Rás 1, sem er reyndar góð, höfum við nánast lifandi mynd af veðrinu á hverjum stað á hverjum tíma. Einnig höfum við alla strauma og hitastig sjávar á skjánum fyrir framan okkur. Þessir þættir hjálpa allir til við að finna hugsanlega staði sem fiskurinn heldur sig á.“

Samfara þessum nýjungum segir Tómas Stýrimannaskólann hafa gert góða hluti í kennslu og kynningu á nýjungum.

Vantar fiskveiðiherma

„Það eina sem mér finnst vanta í flóruna eru góðir fiskveiðihermar fyrir mismunandi veiðar. Kannski er óþarfi að láta það tengjast réttindanáminu, það má deila um það, en námskeið í notkun hinna ýmsu veiðarfæra við mismunandi aðstæður væri bara af hinu góða og er eitthvað sem fyrirtækin gætu nýtt sér með því til dæmis að senda unga og efnilega skip[1]stjórnarmenn á námskeið til að undirbúa þá fyrir framtíðina. Svo mætti kannski líka nota þetta sem upprifjun fyrir reyndari skipstjórnarmenn,“ segir Tómas um notkunargildi fiskveiðiherma. Sjálfur hefur hann miðlað þekkingu sinni.

„Á tímabili kenndi ég í Verkmenntaskóla Austurlands greinar sem tengdust skipstjórn og vélstjórn og einnig hélt ég nokkur námskeið fyrir smáskiparéttindi. Að kenna er gefandi og skemmtilegt og heldur það manni líka við grunninn í faginu sem oft á tíðum skiptir mjög miklu máli.“

Hver veiðiferð mismunandi

Tómas segir hverja veiðiferð hafa mismunandi aðstæður. Lagt sé af stað með ákveðnar forsendur sem séu fisktegund, veiðarfæri, staður, veður, straumar og oft á tíðum staða himintungla.

„Veðrið er yfirleitt örlagavaldurinn og svo auðvitað hvort sé fiskur á svæðinu yfirhöfuð. Þær tegundir sem við erum að veiða í dag eru kolmunni, síld, makríll og loðna. Þessar tegundir veiðast yfirleitt allar á mismunandi tímabilum yfir árið fyrir utan síld og makríl sem stundum renna saman við upphaf sumars,“ segir Tómas.

Stundum þurfi að sækja á fjarlæg mið líkt og nú fyrir páskana þegar kolmunninn var sóttur langleiðina niður í Biskajaflóa. Það séu um 700 sjómílur suður af Ingólfshöfða.

Gott að komast hratt yfir

„Þetta eru langar siglingar sem geta tekið þrjá daga og nauðsynlegt er að skip séu með góða kælitanka. Afli í slíkri veiðiferð getur verið um og yfir 3.000 tonn en kolmunninn er eingöngu veiddur til mjölframleiðslu,“ segir Tómas.

Þegar komi að því að veiða síld og makríl á sumrin og fram á haust og fiskurinn gefi sig við strendur Íslands, segir Tómas skammtana vera mun minni. Einungis sé veiddur fiskur til manneldis.

Tómas Kárason flýgur yfir loðnu. Mynd/Aðsend
Tómas Kárason flýgur yfir loðnu. Mynd/Aðsend

„Við þessar veiðar geta veiðiferðir verið stuttar eða einungis tveir til þrír dagar. Við lendum nú samt í því að þurfa að sækja þessar tegundir langt til austurs eða að lögsögu Noregs og þá getur verið gott að komast hratt yfir svo koma megi hráefninu sem ferskustu heim.“

Skilningur á góðum búnaði

Tómas segir talsverðan mun á veiðarfærum milli tegunda þó notast megi við sum þeirra milli tegunda. Loðnan sé veidd bæði í troll og nót og sé eiginlega eina tegundin sem veidd er með nót í dag af íslenska flotanum – reyndar ekki þetta árið sem séu mikil vonbrigði.

Trollið sem loðnan sé veidd í sé lítið á mælikvarða flottrolla en aftur á móti séu kolmunnatrollin mjög stór.

„Síldina veiðum við í troll af millistærð og er hún oft sótt nærri botni yfir daginn en upp undir yfirborð á nóttunni. Makríllinn er veiddur í troll sem hentar fyrir yfirborðsveiðar og er hann nánast eingöngu veiddur við yfirborðið. Þetta segir okkur að til þess að geta stundað allar þessar veiðar þarf að vera með réttan og góðan búnað sem hentar hverri tegund. Þetta er ekki ódýr búnaður en þrátt fyrir það er skilningur útgerðarinnar góður hvað þessa hluti varðar,“ segir Tómas.

Samstarf skipa hentugt

Ávallt fer tími í að leita að fiski og sérstaklega þegar það er tregt eins og Tómas bendir á.

„Íslensku skipin taka sig oft saman og leita með ákveðnu millibili til dæmis að makrílnum sem stundum lætur sig hverfa sporlaust. Hjá Síldarvinnslunni hefur undanfarin ár verið góð samvinna milli skipa hvað varðar veiðar á makríl og keppast þá menn við að koma skammti í það skip sem fara á í land,“ segir Tómas. Samstarfið hafi verið milli fjögurra til fimm skipa.

„Þetta er sérstaklega hentugt þegar sækja þarf langt. Með þessum hætti kemst hráefnið fyrr af stað í land, verður ferskara við komu til hafnar og vinnslan í landi fær jafnara hráefnisflæði,“ segir Tómas.

Sjómennska er samvinna

Tómas er spurður hvernig dagurinn um borð í uppsjávarskipi gangi fyrir sig. Hann segir venjulegan dag hjá skipstjóra á uppsjávarskipi þegar ekki liggi mikið við og stundaðar séu togveiðar vera hefðbundinn. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður reyni að skipta sólarhringnum á milli sín.

„Þú vaknar í fyrra lagi, skoðar veður og veðurspá, ferð yfir atburði næturinnar og tekur ákvarðanir um framhald veiða og svo framvegis. En auðvitað koma upp tímar þar sem allir þurfa að leggja meira á sig og að sjálfsögðu að standa saman eins og góð áhöfn gerir. Sjómennskan hefur alltaf gengið best í samvinnu og þarf áhöfnin að vinna eins og vél, vel stillt og vel hirt.“

Þriðji hluti viðtalsins við Tómas Kárason birtist á vef Fiskifrétta á morgun.

Góður dagur á makríl hjá samhentri áhöfn Beitis. Mynd/Aðsend
Góður dagur á makríl hjá samhentri áhöfn Beitis. Mynd/Aðsend

Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, segir upplýsingatæknina vera stórt framfaraskref fyrir sjómenn.

„Í stað þess að hlusta á sjóveðurspána á Rás 1, sem er reyndar góð, höfum við nánast lifandi mynd af veðrinu á hverjum stað á hverjum tíma. Einnig höfum við alla strauma og hitastig sjávar á skjánum fyrir framan okkur. Þessir þættir hjálpa allir til við að finna hugsanlega staði sem fiskurinn heldur sig á.“

Samfara þessum nýjungum segir Tómas Stýrimannaskólann hafa gert góða hluti í kennslu og kynningu á nýjungum.

Vantar fiskveiðiherma

„Það eina sem mér finnst vanta í flóruna eru góðir fiskveiðihermar fyrir mismunandi veiðar. Kannski er óþarfi að láta það tengjast réttindanáminu, það má deila um það, en námskeið í notkun hinna ýmsu veiðarfæra við mismunandi aðstæður væri bara af hinu góða og er eitthvað sem fyrirtækin gætu nýtt sér með því til dæmis að senda unga og efnilega skip[1]stjórnarmenn á námskeið til að undirbúa þá fyrir framtíðina. Svo mætti kannski líka nota þetta sem upprifjun fyrir reyndari skipstjórnarmenn,“ segir Tómas um notkunargildi fiskveiðiherma. Sjálfur hefur hann miðlað þekkingu sinni.

„Á tímabili kenndi ég í Verkmenntaskóla Austurlands greinar sem tengdust skipstjórn og vélstjórn og einnig hélt ég nokkur námskeið fyrir smáskiparéttindi. Að kenna er gefandi og skemmtilegt og heldur það manni líka við grunninn í faginu sem oft á tíðum skiptir mjög miklu máli.“

Hver veiðiferð mismunandi

Tómas segir hverja veiðiferð hafa mismunandi aðstæður. Lagt sé af stað með ákveðnar forsendur sem séu fisktegund, veiðarfæri, staður, veður, straumar og oft á tíðum staða himintungla.

„Veðrið er yfirleitt örlagavaldurinn og svo auðvitað hvort sé fiskur á svæðinu yfirhöfuð. Þær tegundir sem við erum að veiða í dag eru kolmunni, síld, makríll og loðna. Þessar tegundir veiðast yfirleitt allar á mismunandi tímabilum yfir árið fyrir utan síld og makríl sem stundum renna saman við upphaf sumars,“ segir Tómas.

Stundum þurfi að sækja á fjarlæg mið líkt og nú fyrir páskana þegar kolmunninn var sóttur langleiðina niður í Biskajaflóa. Það séu um 700 sjómílur suður af Ingólfshöfða.

Gott að komast hratt yfir

„Þetta eru langar siglingar sem geta tekið þrjá daga og nauðsynlegt er að skip séu með góða kælitanka. Afli í slíkri veiðiferð getur verið um og yfir 3.000 tonn en kolmunninn er eingöngu veiddur til mjölframleiðslu,“ segir Tómas.

Þegar komi að því að veiða síld og makríl á sumrin og fram á haust og fiskurinn gefi sig við strendur Íslands, segir Tómas skammtana vera mun minni. Einungis sé veiddur fiskur til manneldis.

Tómas Kárason flýgur yfir loðnu. Mynd/Aðsend
Tómas Kárason flýgur yfir loðnu. Mynd/Aðsend

„Við þessar veiðar geta veiðiferðir verið stuttar eða einungis tveir til þrír dagar. Við lendum nú samt í því að þurfa að sækja þessar tegundir langt til austurs eða að lögsögu Noregs og þá getur verið gott að komast hratt yfir svo koma megi hráefninu sem ferskustu heim.“

Skilningur á góðum búnaði

Tómas segir talsverðan mun á veiðarfærum milli tegunda þó notast megi við sum þeirra milli tegunda. Loðnan sé veidd bæði í troll og nót og sé eiginlega eina tegundin sem veidd er með nót í dag af íslenska flotanum – reyndar ekki þetta árið sem séu mikil vonbrigði.

Trollið sem loðnan sé veidd í sé lítið á mælikvarða flottrolla en aftur á móti séu kolmunnatrollin mjög stór.

„Síldina veiðum við í troll af millistærð og er hún oft sótt nærri botni yfir daginn en upp undir yfirborð á nóttunni. Makríllinn er veiddur í troll sem hentar fyrir yfirborðsveiðar og er hann nánast eingöngu veiddur við yfirborðið. Þetta segir okkur að til þess að geta stundað allar þessar veiðar þarf að vera með réttan og góðan búnað sem hentar hverri tegund. Þetta er ekki ódýr búnaður en þrátt fyrir það er skilningur útgerðarinnar góður hvað þessa hluti varðar,“ segir Tómas.

Samstarf skipa hentugt

Ávallt fer tími í að leita að fiski og sérstaklega þegar það er tregt eins og Tómas bendir á.

„Íslensku skipin taka sig oft saman og leita með ákveðnu millibili til dæmis að makrílnum sem stundum lætur sig hverfa sporlaust. Hjá Síldarvinnslunni hefur undanfarin ár verið góð samvinna milli skipa hvað varðar veiðar á makríl og keppast þá menn við að koma skammti í það skip sem fara á í land,“ segir Tómas. Samstarfið hafi verið milli fjögurra til fimm skipa.

„Þetta er sérstaklega hentugt þegar sækja þarf langt. Með þessum hætti kemst hráefnið fyrr af stað í land, verður ferskara við komu til hafnar og vinnslan í landi fær jafnara hráefnisflæði,“ segir Tómas.

Sjómennska er samvinna

Tómas er spurður hvernig dagurinn um borð í uppsjávarskipi gangi fyrir sig. Hann segir venjulegan dag hjá skipstjóra á uppsjávarskipi þegar ekki liggi mikið við og stundaðar séu togveiðar vera hefðbundinn. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður reyni að skipta sólarhringnum á milli sín.

„Þú vaknar í fyrra lagi, skoðar veður og veðurspá, ferð yfir atburði næturinnar og tekur ákvarðanir um framhald veiða og svo framvegis. En auðvitað koma upp tímar þar sem allir þurfa að leggja meira á sig og að sjálfsögðu að standa saman eins og góð áhöfn gerir. Sjómennskan hefur alltaf gengið best í samvinnu og þarf áhöfnin að vinna eins og vél, vel stillt og vel hirt.“

Þriðji hluti viðtalsins við Tómas Kárason birtist á vef Fiskifrétta á morgun.

Góður dagur á makríl hjá samhentri áhöfn Beitis. Mynd/Aðsend
Góður dagur á makríl hjá samhentri áhöfn Beitis. Mynd/Aðsend