„Sumarið var alveg ágætt þótt það hafi verið frekar leiðinlegt veður,“ segir Elín Snorradóttir, formaður Landssambands sjóstangaveiðifélaga, um ganginn í veiðinni í sumar.

Haldin voru sex aðalmót sem gáfu stig í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Í sumarlok stóðu þau Björg Guðlaugsdóttir í kvennaflokki og Jón Einarsson í karlaflokki uppi sem sigurvegarar. Þau eru bæði í Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness. Verðlaun sín fengu þau, ásamt verðlaunahöfum í ýmsum öðrum flokkum, afhent í lokahófi landssambandsinsí Reykjavík laugardaginn 14. september.

Veiddu 131 tonn

Að sögn Elínar var heildaraflinn á aðalmótunum sex um 120 tonn. „Ef við teljum með innanfélagsmót sem hvert félag heldur og kynningarmót var samanlagður heildarafli 131 tonn og 303 kíló,“ segir Elín. Þessi afli sé á svipuðu róli og verið hafi.

Lúther Einarsson,  Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson og Gunnar Jónsson á  spjalli á lokahófi Landssambands sjóstangaveiðifélaga. MYND/ÁGÚSTA SIGRÍÐUR
Lúther Einarsson,  Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson og Gunnar Jónsson á spjalli á lokahófi Landssambands sjóstangaveiðifélaga. MYND/ÁGÚSTA SIGRÍÐUR

Aðsóknin á lokahófinu í Reykjavík  var mjög góð að sögn Elínar. „Það var uppselt í salinn,“ segir hún. Fyrr um daginn hafi formenn félaganna setið fund með stjórn landssambandsins og gert uppsumarið.

Renna blint í sjóinn

„Landssambandið er vakandi yfir þessum félagsskap árið um kring og sér um alla umsýslu í kringum félögin, samskipti við Fiskistofu og þess háttar. Félögin þurfa á hverju ári að sækja um daga og sirka afla sem þau halda að þau muni veiða en það renna náttúrlega allir blint í sjóinn með það,“ útskýrir Elín.

Sjálf er Elín í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur sem heldur sitt aðalmót á Patreksfirði. Þar sé samið við trillukarla á staðnum og þeir séu með í mótinu.

SÞað var nóg að gera á mótum sumarins.  MYND/SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG SIGLUFJARÐA
SÞað var nóg að gera á mótum sumarins.  MYND/SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG SIGLUFJARÐA

Skipta við heimamenn

„Það er reynt að kaupa alla þjónustu og allt sem við þurfum af heimamönnum. Reykjavíkurfélagið hefur borgað krökkunum í tíunda bekk fyrir að hjálpa okkur á bryggjunni og þau safna í ferðasjóð. Þannig að það verður peningur eftir í byggðarlaginu og við látum gott af okkur leiða,“ segir hún.

Góður vinahópur

Allt starfið, ekki síst veiðina og útiveruna, segir Elín vera skemmtilega. Sjálf hafi hún tekið þátt í starfinu í 23 ár og verið með í keppnunum þótt hún hafi reyndar tekið pásu frá þeim í sumar.

„Þetta er orðinn góður vinahópur og skemmtilegur félagsskapur. Í keppnum lendir fólk bara á einhverjum báti með einhverjum veiðimönnum og einhverjum skipstjóra og það er bara gaman. Þetta er allt prýðisfólk,“ segir Elín

„Sumarið var alveg ágætt þótt það hafi verið frekar leiðinlegt veður,“ segir Elín Snorradóttir, formaður Landssambands sjóstangaveiðifélaga, um ganginn í veiðinni í sumar.

Haldin voru sex aðalmót sem gáfu stig í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Í sumarlok stóðu þau Björg Guðlaugsdóttir í kvennaflokki og Jón Einarsson í karlaflokki uppi sem sigurvegarar. Þau eru bæði í Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness. Verðlaun sín fengu þau, ásamt verðlaunahöfum í ýmsum öðrum flokkum, afhent í lokahófi landssambandsinsí Reykjavík laugardaginn 14. september.

Veiddu 131 tonn

Að sögn Elínar var heildaraflinn á aðalmótunum sex um 120 tonn. „Ef við teljum með innanfélagsmót sem hvert félag heldur og kynningarmót var samanlagður heildarafli 131 tonn og 303 kíló,“ segir Elín. Þessi afli sé á svipuðu róli og verið hafi.

Lúther Einarsson,  Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson og Gunnar Jónsson á  spjalli á lokahófi Landssambands sjóstangaveiðifélaga. MYND/ÁGÚSTA SIGRÍÐUR
Lúther Einarsson,  Elín Snorradóttir, Pálmar Einarsson og Gunnar Jónsson á spjalli á lokahófi Landssambands sjóstangaveiðifélaga. MYND/ÁGÚSTA SIGRÍÐUR

Aðsóknin á lokahófinu í Reykjavík  var mjög góð að sögn Elínar. „Það var uppselt í salinn,“ segir hún. Fyrr um daginn hafi formenn félaganna setið fund með stjórn landssambandsins og gert uppsumarið.

Renna blint í sjóinn

„Landssambandið er vakandi yfir þessum félagsskap árið um kring og sér um alla umsýslu í kringum félögin, samskipti við Fiskistofu og þess háttar. Félögin þurfa á hverju ári að sækja um daga og sirka afla sem þau halda að þau muni veiða en það renna náttúrlega allir blint í sjóinn með það,“ útskýrir Elín.

Sjálf er Elín í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur sem heldur sitt aðalmót á Patreksfirði. Þar sé samið við trillukarla á staðnum og þeir séu með í mótinu.

SÞað var nóg að gera á mótum sumarins.  MYND/SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG SIGLUFJARÐA
SÞað var nóg að gera á mótum sumarins.  MYND/SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG SIGLUFJARÐA

Skipta við heimamenn

„Það er reynt að kaupa alla þjónustu og allt sem við þurfum af heimamönnum. Reykjavíkurfélagið hefur borgað krökkunum í tíunda bekk fyrir að hjálpa okkur á bryggjunni og þau safna í ferðasjóð. Þannig að það verður peningur eftir í byggðarlaginu og við látum gott af okkur leiða,“ segir hún.

Góður vinahópur

Allt starfið, ekki síst veiðina og útiveruna, segir Elín vera skemmtilega. Sjálf hafi hún tekið þátt í starfinu í 23 ár og verið með í keppnunum þótt hún hafi reyndar tekið pásu frá þeim í sumar.

„Þetta er orðinn góður vinahópur og skemmtilegur félagsskapur. Í keppnum lendir fólk bara á einhverjum báti með einhverjum veiðimönnum og einhverjum skipstjóra og það er bara gaman. Þetta er allt prýðisfólk,“ segir Elín