ÍS 47 ehf. hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um áform um aukið eldi sem nemur 600 tonnum af regnbogasilungi og laxi í sjókvíum í Önundarfirði. Heildar eldismagn ÍS 47 er því áætlað verða 2.500 tonn sem það sama og burðarþolsmat fyrir Önundarfjörð.

ÍS47 er með rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarks lífmassa af regnbogasilungi og þorski í Önundarfirði. Félagið tilkynnti um 900 tonna framleiðsluaukningu á regnbogasilung og laxi í október 2022 sem Skipulagstofnun ákvarðaði að væri ekki matskyld. Nú er tilkynnt um 600 tonna aukningu til viðbótar. Sagt er nánar frá þessu á vefmiðlunum bb.is.