Heildarafli í nóvember 2022 var 70.628 tonn sem er 27% minna en í nóvember á síðasta ári. Samdrátturinn skýrist af minni uppsjávarafla en hann var 29 þúsund tonn samanborið við rúm 56 þúsund tonn í nóvember 2021. Botnfiskafli var rúm 39 þúsund tonn sem er 2% aukning frá fyrra ári. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 22 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabili, frá desember 2021 til nóvember 2022, var landaður afli tæp 1,5 milljón tonna, sem er rúmlega 35% aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili. Þar af var uppsjávarafli 1.028 þúsund tonn. Þorskafli á tólf mánaða tímabilinu dróst saman um 7,8% og botnfiskafli í heild dróst saman um 6,3%.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Hagstofunnar eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.