Aflaverðmæti við fyrstu sölu landaðs afla í ágúst 2023 var rúmir 18,5 milljarðar króna sem er um 8% verðmætaaukning miðað við ágúst í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá september 2022 til ágúst 2023 var um 200 milljarðar króna sem er tæplega 6% verðmætaaukning frá sama tímabili ári fyrr.