Gustav Witzøe, stofnandi og aðaleigandi laxeldisrisans SalMar, hefur tekið þátt í að fjármagna sendingu á eitt hundrað drónum sem sendir verða Úkraínu til hernaðarnota.
Þetta kemur fram á vefnum salmonbusiness. com. Þar segir að drónarnir séu fjármagnaðir af fjárfestingafélagi fjölskyldu Witzøe, Kvarv AS.
Framtakið sem kallað er „Aðgerð Kvarv” er sameiginlegt verkefni Witzøe og norsku sjálfboðaliðasamtakanna Fritt Ukraina. Helmingur kostnaðarins, jafnvirði 60 milljóna króna, er greiddur af Kvarv og hinn helmingurinn er borgaður með framlögum sem koma frá úkraínskum aðilum.
Efla eftirlit og öryggi að næturlagi
Drónarnir munu eiga að fara til hersveitar í Kharkiv-héraði nærri framlínunni í stríðinu við Rússa. Drónarnir eru sagðir vera ýmist hefðbundnir eða með hitaskynjurum sem bæti árangurinn við eftirlit og samhæfinu aðgerða að næturlagi og efla verulega öryggi úkraínskra hermanna.
„Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað,“ er haft eftir Gustav Witzøe sem kveður fjölskylduna áður stutt samtökin Fritt Ukraina.