„Það hefur alltaf verið hægt að á hverju ári að endurskoða úthlutun á hinum almenna byggðakvóta,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi varaþingmaður VG og og formaður atvinnuveganefndar Alþingis árin 2017 til 2021.

Nokkur umræða hefur spunnist vegna orða Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og flokkssystur Lilju Rafneyjar, í viðtali í síðasta tölublaði Fiskifrétta.

„Strandveiðikerfið er svo niðurnjörvað að það þarf bókstaflega allt að fara í gegnum lagabreytingar. Það eru bara örfáir dagar eftir á þingi þannig að það næst ekkert slíkt,“ sagði Bjarkey í Fiskifréttum spurð hvort engar breytingar væri hægt að gera á strandveiðikerfinu eins og margir kalla eftir.

Þegar Lilja Rafney kom inn sem varaþingmaður lagði hún í janúar 2022 fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjir hefðu fengið úthlutað almennum byggðakvóta frá Byggðastofnun. Hún bendir á að í svörum innviðaráðherra hefði komið fram að margar stórútgerðir væru að fá þennan kvóta.

Stórútgerðir með byggðakvóta

„Mér og fleirum þykir auðvitað óeðlilegt að stórútgerðir séu að fá þennan almenna byggðakvóta á endanum og finnst að honum væri betur varið í strandveiðarnar sem skila sér beint til þessara byggða og á þessar minnstu útgerðir og einyrkja. Það þarf ekki að fara með það fyrir Alþingi þó að þú minnkir almenna byggðakvótann og færir yfir í strandveiðarnar,“ útskýrir Lilja sem sér þar færa leið til að auka heildaraflaheimildir strandveiðimanna án þess að lagabreytingar þurfi til.

Að sögn Lilju hafa menn allt frá síðustu alþingiskosningum haft tækifæri til þess að breyta lögum vegna strandveiðikerfisins en allur sjávarútvegurinn hafi hins vegar verið settur í eina stóra auðlindanefnd.

Dapurlegt aðgerðarleysi

Lilja Rafney Magnúsdóttir á heimaslóð í Súgandafirði þar sem hún ásamt félögum sínum undirbýr hátíðarhöld á Sjómannadaginn. Mynd/Aðsend
Lilja Rafney Magnúsdóttir á heimaslóð í Súgandafirði þar sem hún ásamt félögum sínum undirbýr hátíðarhöld á Sjómannadaginn. Mynd/Aðsend

„Það sem kom út úr því var ekki eitthvað sem gagnaðist  strandveiðunum,“ segir Lilja. Hún telji að betur hefði farið á því að afgreiða málin í smærri hlutum og einskorða sig við það sem hafi legið fyrir að væri hægt að gera til þess að styrkja þá minnstu í kerfinu. „Það hefði ég lagt áherslu á ef ég hefði ráðið ferð.“

Mikil og hörð gagnrýni kom á kerfið innan úr röðum strandveiðimanna í fyrrasumar. Lilja segir dapurlegt að tíminn síðan þá hafi ekki verið nýttur til þess að gera eitthvað gagnvart þeim minnstu í fiskiveiðistjórnarkerfinu, það er að segja í félagslega hlutanum, sem er 5,3 prósent af heildarheimildum. „Það er það sem menn eru mjög svekktir út í,“ segir hún.

Að sögn Lilju er mikill baráttuandi í henni fyrir hönd hinna minni sjávarbyggða.

Handfæri ógni ekki fiskistofnum

„Mér finnst það liggja í augum uppi að þarna er leið til þess að styrkja þessar byggðir áfram. Það eru engir fiskistofnar sem eru í hættu við veiðar á handfæri í fjóra mánuði á ári,“ segir hún. Það sé synd ef ný kynslóð sæki ekki í þessa atvinnugrein sem sé orðin hvorki fugl né fiskur.

„Stjórnmálamenn eiga að standa vörð um og efla brothættar sjávarbyggðir og byggja ofan á það sem gert hefur verið í eflingu strandveiða og hefur skilað sér beint inn í samfélögin og hefur haft margfeldisáhrif. Það er ábyrgðarhluti að gera ekki neitt og með því   stofna aldagamalli strandveiðimenningu Íslands í hættu. Það má ekki gerast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.

„Það hefur alltaf verið hægt að á hverju ári að endurskoða úthlutun á hinum almenna byggðakvóta,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi varaþingmaður VG og og formaður atvinnuveganefndar Alþingis árin 2017 til 2021.

Nokkur umræða hefur spunnist vegna orða Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra og flokkssystur Lilju Rafneyjar, í viðtali í síðasta tölublaði Fiskifrétta.

„Strandveiðikerfið er svo niðurnjörvað að það þarf bókstaflega allt að fara í gegnum lagabreytingar. Það eru bara örfáir dagar eftir á þingi þannig að það næst ekkert slíkt,“ sagði Bjarkey í Fiskifréttum spurð hvort engar breytingar væri hægt að gera á strandveiðikerfinu eins og margir kalla eftir.

Þegar Lilja Rafney kom inn sem varaþingmaður lagði hún í janúar 2022 fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjir hefðu fengið úthlutað almennum byggðakvóta frá Byggðastofnun. Hún bendir á að í svörum innviðaráðherra hefði komið fram að margar stórútgerðir væru að fá þennan kvóta.

Stórútgerðir með byggðakvóta

„Mér og fleirum þykir auðvitað óeðlilegt að stórútgerðir séu að fá þennan almenna byggðakvóta á endanum og finnst að honum væri betur varið í strandveiðarnar sem skila sér beint til þessara byggða og á þessar minnstu útgerðir og einyrkja. Það þarf ekki að fara með það fyrir Alþingi þó að þú minnkir almenna byggðakvótann og færir yfir í strandveiðarnar,“ útskýrir Lilja sem sér þar færa leið til að auka heildaraflaheimildir strandveiðimanna án þess að lagabreytingar þurfi til.

Að sögn Lilju hafa menn allt frá síðustu alþingiskosningum haft tækifæri til þess að breyta lögum vegna strandveiðikerfisins en allur sjávarútvegurinn hafi hins vegar verið settur í eina stóra auðlindanefnd.

Dapurlegt aðgerðarleysi

Lilja Rafney Magnúsdóttir á heimaslóð í Súgandafirði þar sem hún ásamt félögum sínum undirbýr hátíðarhöld á Sjómannadaginn. Mynd/Aðsend
Lilja Rafney Magnúsdóttir á heimaslóð í Súgandafirði þar sem hún ásamt félögum sínum undirbýr hátíðarhöld á Sjómannadaginn. Mynd/Aðsend

„Það sem kom út úr því var ekki eitthvað sem gagnaðist  strandveiðunum,“ segir Lilja. Hún telji að betur hefði farið á því að afgreiða málin í smærri hlutum og einskorða sig við það sem hafi legið fyrir að væri hægt að gera til þess að styrkja þá minnstu í kerfinu. „Það hefði ég lagt áherslu á ef ég hefði ráðið ferð.“

Mikil og hörð gagnrýni kom á kerfið innan úr röðum strandveiðimanna í fyrrasumar. Lilja segir dapurlegt að tíminn síðan þá hafi ekki verið nýttur til þess að gera eitthvað gagnvart þeim minnstu í fiskiveiðistjórnarkerfinu, það er að segja í félagslega hlutanum, sem er 5,3 prósent af heildarheimildum. „Það er það sem menn eru mjög svekktir út í,“ segir hún.

Að sögn Lilju er mikill baráttuandi í henni fyrir hönd hinna minni sjávarbyggða.

Handfæri ógni ekki fiskistofnum

„Mér finnst það liggja í augum uppi að þarna er leið til þess að styrkja þessar byggðir áfram. Það eru engir fiskistofnar sem eru í hættu við veiðar á handfæri í fjóra mánuði á ári,“ segir hún. Það sé synd ef ný kynslóð sæki ekki í þessa atvinnugrein sem sé orðin hvorki fugl né fiskur.

„Stjórnmálamenn eiga að standa vörð um og efla brothættar sjávarbyggðir og byggja ofan á það sem gert hefur verið í eflingu strandveiða og hefur skilað sér beint inn í samfélögin og hefur haft margfeldisáhrif. Það er ábyrgðarhluti að gera ekki neitt og með því   stofna aldagamalli strandveiðimenningu Íslands í hættu. Það má ekki gerast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.