Innflutningur á sjávarafurðum til Kína frá Rússlandi hefur aukist mikið undanfarið. Sjávarafurðirnar eru unnar í Kína og stór hluti þeirra seldur inn á markaði þar sem innflutningur á rússneskum sjávarafurðum hafa verið bannaðar, þar á meðal til Bandaríkjanna. Frá þessu segir í frétt Fish Update.

Viðskipti Kína og Rússland á sjávarafurðum jókst um 80% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt Robin Wang, yfirmanni sjávarfangsmarkaðsstofunnar SMH International í Sjanghæ. Á sama tíma jukust vöruviðskipti landanna um 38,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

„Skýringin á þessu eru þau góðu samskipti sem eru á milli Kína og Rússlands,“ segir Wang.

Þótt innflutningur á rússneskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna sé bannaður nær það bann ekki til unninna sjávarafurða og það nýta mörg fyrirtæki sér, samkvæmt Nick Ovchinnikov, forstjóra Lotus Seafoods í Bandaríkjunum.

„Evrópusambandið hefur farið fram á vottun á uppruna hráefnis í mörg ár en bandaríska tollgæslan og landamæraeftirlitið hefur aldrei gert slíkt. Þau hafa litið í gegnum fingur sér með uppruna margra tegunda sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna,“ segir hann.

Innflutningur á sjávarafurðum til Kína frá Rússlandi hefur aukist mikið undanfarið. Sjávarafurðirnar eru unnar í Kína og stór hluti þeirra seldur inn á markaði þar sem innflutningur á rússneskum sjávarafurðum hafa verið bannaðar, þar á meðal til Bandaríkjanna. Frá þessu segir í frétt Fish Update.

Viðskipti Kína og Rússland á sjávarafurðum jókst um 80% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt Robin Wang, yfirmanni sjávarfangsmarkaðsstofunnar SMH International í Sjanghæ. Á sama tíma jukust vöruviðskipti landanna um 38,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

„Skýringin á þessu eru þau góðu samskipti sem eru á milli Kína og Rússlands,“ segir Wang.

Þótt innflutningur á rússneskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna sé bannaður nær það bann ekki til unninna sjávarafurða og það nýta mörg fyrirtæki sér, samkvæmt Nick Ovchinnikov, forstjóra Lotus Seafoods í Bandaríkjunum.

„Evrópusambandið hefur farið fram á vottun á uppruna hráefnis í mörg ár en bandaríska tollgæslan og landamæraeftirlitið hefur aldrei gert slíkt. Þau hafa litið í gegnum fingur sér með uppruna margra tegunda sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna,“ segir hann.