Landaður afli í júlí var 101.705 tonn sem er 16% aukning frá júlí 2022. Botnfiskafli var tæplega 21.700 tonn, 9% minni en í fyrra. Uppsjávarafli var rúmlega 77 þúsund tonn og jókst um 25%, aðallega vegna makrílveiða.

Heildarafli á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2022 til júlí 2023 var tæplega 1.360 þúsund tonn sem er 10% minna en landað var á sama 12 mánaða tímabilinu þar á undan.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur og byggjast á upplýsingum frá Fiskistofu.

Landaður afli í júlí var 101.705 tonn sem er 16% aukning frá júlí 2022. Botnfiskafli var tæplega 21.700 tonn, 9% minni en í fyrra. Uppsjávarafli var rúmlega 77 þúsund tonn og jókst um 25%, aðallega vegna makrílveiða.

Heildarafli á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2022 til júlí 2023 var tæplega 1.360 þúsund tonn sem er 10% minna en landað var á sama 12 mánaða tímabilinu þar á undan.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur og byggjast á upplýsingum frá Fiskistofu.