Á hádegi í dag höfðu rúmlega 30.600 manns ritað undir yfirlýsingu á vefnum veidigjald.is þar sem Alþingi er hvatt til þess samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjöld.
Þar segir ennfremur að verði Alþingi ekki við þeirri ósk verði þessi undirskriftalisti afhentur forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lögin heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði.
Í dag komu aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Á fundinum fór ráðherra yfir aðdraganda frumvarpsins, m.a. þá erfiðleika sem hafa sýnt sig við öflun upplýsinga til þarfa veiðigjaldsnefndar til ákvörðunar sérstaks veiðigjalds. Að auki fór hann yfir forsendur ákvörðunar almenns og sérstaks veiðigjalds samkvæmt umræddu frumvarpi að því er segir í frétt á vef ráðuneytisin s.