Samtals var landað 3.233 tonnum sem VS-afla á síðasta fiskveiðiári samanborið við 4.379 tonn á fiskveiðiárinu þar á undan, að því er fram kemur í aflahefti Fiskistofu sem kom út nýlega.

Skipum gefst kostur á að landa afla upp að vissu marki án þess að hann dragist frá aflamarki. Andvirðið rennur að langstærstum hluta til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Þetta fyrirkomulag var tekið upp á sínum tíma til að draga úr hvata til brottkasts.

Samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af um 40% minnkun í þorski. Á fiskveiðiárinu 2010/2011 var landað um 2.100 tonnum af þorski sem VS-afla en fiskveiðiárið 2009/2010 var landað um 3.400 tonnum af þorskinum.