Vörður ÞH 44 landaði um 140 körum í Grindavík fyrir helgi eftir um tvo sólarhringa á veiðum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Vörður landar í Grindavík frá 7. nóvember 2023. Systurskipin Vörður og Áskell hafa í gegnum tíðina landað reglulega í Grindavík þótt heimahöfn þeirra sé Grenivík. Skipin, sem flokkast sem 3 mílna skip, komu ný til landsins 2019 og voru hluti í 7 smíða seríu VARD skipasmíðastöðvarinnar fyrir íslenskar útgerðir. Hin skipin eru Vestmannaey VE 54, Bergey VE 144, Harðbakur EA 3, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25. Skipin eru 28,95 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Í skipunum eru íbúðir fyrir 13 manna áhöfn og taka þau um 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra.