Íslensku uppsjávarskipin hafa undanfarið verið á makrílveiðum í lögsögunni fyrir austan land.

Hjálmar Ingvason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, segir veiðarnar ganga með samstarfi skipa þannig að þrír eða fjórir bátar dæli afla yfir í einn bát sem síðan fari með allan aflann í land til vinnslu. Í tilfelli Eskju séu Jón Kjartansson SU og Aðalsteinn Jónsson SU nú í samstarfi við Víking AK, Venus NS og Svan RE frá Brimi. Slíkt samstarf hafi ekki verið milli þessara skipa áður.

Þegar rætt er við Hjálmar á mánudegi er Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði með tólf hundruð tonn og Svanur í löndun á Vopnafirði með þúsund tonn.

Ellefu hundruð tonn og næst ekkert

Skip Eskju landa í sinni heimahöfn á Eskifirði og skip Brims hjá vinnslu félagsins á Vopnafirði. „Við höfum fengið upp í ellefu hundruð tonna hring og svo bara ekkert þegar kastað er aftur,“ lýsir Hjálmar aðstæðum. Ómögulegt sé að segja til um það núna hvort veiðin sé að fjara út. „Þetta eru bara litlir blettir og ef það hittist í þá fæst bara gott upp úr þeim.“

Makrílinn segir Hjálmar vera mjög góðan og stóran. „En hann er ekkert út um allt.“

Vinnst vel þrátt fyrir átu

Jón Kjartansson SU að dæla yfir í Aðalstein Jónsson SU. Mynd/Hafsteinn Bjarnason
Jón Kjartansson SU að dæla yfir í Aðalstein Jónsson SU. Mynd/Hafsteinn Bjarnason

Nokkur áta er í makrílnum. „Þá fækkar möguleikunum sem hægt er að vinna þetta í. Það er betra að það sé sem minnst áta en þetta er mjög góður fiskur og það gengur mjög vel að vinna hann,“ segir Hjálmar.

Markíllinn er ýmist flakaður eða heilfrystur eftir því sem best hentar. „Þegar hann er flakaður skiptir átan minna máli en ef hann er heilfrystur er ekki gott að það sé mikli áta.“

Varðandi framhaldið segist Hjálmar ekki getað neitað því að æ minna fáist af makríl.

„Við sjáum engan smærri fisk, við erum bara að veiða fimm og sex hundruð gramma fisk. Það var miklu meira blandaður fiskur og einfaldlega meira af fiski fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er orðið voðalegt hark.“

Þegar veiðunum á makrílnum lýkur innan lögsögunnar horfir uppsjávarflotinn til Smugunnar. „Það verður nú örugglega reynt að vera hérna eins lengi og mögulegt er. Þetta verður held ég ekki afskrifað fyrr en í fulla hnefana því það er svo jákvætt að veiða þetta við Ísland og þetta er góður fiskur,“ segir Hjálmar. Auk þess sé ekki mikill makríll kominn út í Smugu

Leita af sér allan grun

„Þetta er eiginlega of snemmt og það er ekki mikil veiði hjá þeim bátum sem eru þar. Fiskurinn er lélegur á þessum tíma en verður betri og betri eftir því sem líður á,“ segir Hjálmar. Íslensku skipin séu þó oft komin í Smuguna um mánaðamótin júlí-ágúst og í síðasta lagi á bilinu 10. til 15. ágúst. Ef markílveiðin í lögsögunni dettur niður fyrir þennan tíma segir Hjálmar menn einfaldlega munu leita af sér allan grun.

„Það verður örugglega gefinn tími í það en ef ekkert gerist verður farið út í Smugu. Hún er náttúrlega ógnarstór svo þar getur verið einhvers staðar eitthvað sem við rekumst á.“

Íslensku uppsjávarskipin hafa undanfarið verið á makrílveiðum í lögsögunni fyrir austan land.

Hjálmar Ingvason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, segir veiðarnar ganga með samstarfi skipa þannig að þrír eða fjórir bátar dæli afla yfir í einn bát sem síðan fari með allan aflann í land til vinnslu. Í tilfelli Eskju séu Jón Kjartansson SU og Aðalsteinn Jónsson SU nú í samstarfi við Víking AK, Venus NS og Svan RE frá Brimi. Slíkt samstarf hafi ekki verið milli þessara skipa áður.

Þegar rætt er við Hjálmar á mánudegi er Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði með tólf hundruð tonn og Svanur í löndun á Vopnafirði með þúsund tonn.

Ellefu hundruð tonn og næst ekkert

Skip Eskju landa í sinni heimahöfn á Eskifirði og skip Brims hjá vinnslu félagsins á Vopnafirði. „Við höfum fengið upp í ellefu hundruð tonna hring og svo bara ekkert þegar kastað er aftur,“ lýsir Hjálmar aðstæðum. Ómögulegt sé að segja til um það núna hvort veiðin sé að fjara út. „Þetta eru bara litlir blettir og ef það hittist í þá fæst bara gott upp úr þeim.“

Makrílinn segir Hjálmar vera mjög góðan og stóran. „En hann er ekkert út um allt.“

Vinnst vel þrátt fyrir átu

Jón Kjartansson SU að dæla yfir í Aðalstein Jónsson SU. Mynd/Hafsteinn Bjarnason
Jón Kjartansson SU að dæla yfir í Aðalstein Jónsson SU. Mynd/Hafsteinn Bjarnason

Nokkur áta er í makrílnum. „Þá fækkar möguleikunum sem hægt er að vinna þetta í. Það er betra að það sé sem minnst áta en þetta er mjög góður fiskur og það gengur mjög vel að vinna hann,“ segir Hjálmar.

Markíllinn er ýmist flakaður eða heilfrystur eftir því sem best hentar. „Þegar hann er flakaður skiptir átan minna máli en ef hann er heilfrystur er ekki gott að það sé mikli áta.“

Varðandi framhaldið segist Hjálmar ekki getað neitað því að æ minna fáist af makríl.

„Við sjáum engan smærri fisk, við erum bara að veiða fimm og sex hundruð gramma fisk. Það var miklu meira blandaður fiskur og einfaldlega meira af fiski fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er orðið voðalegt hark.“

Þegar veiðunum á makrílnum lýkur innan lögsögunnar horfir uppsjávarflotinn til Smugunnar. „Það verður nú örugglega reynt að vera hérna eins lengi og mögulegt er. Þetta verður held ég ekki afskrifað fyrr en í fulla hnefana því það er svo jákvætt að veiða þetta við Ísland og þetta er góður fiskur,“ segir Hjálmar. Auk þess sé ekki mikill makríll kominn út í Smugu

Leita af sér allan grun

„Þetta er eiginlega of snemmt og það er ekki mikil veiði hjá þeim bátum sem eru þar. Fiskurinn er lélegur á þessum tíma en verður betri og betri eftir því sem líður á,“ segir Hjálmar. Íslensku skipin séu þó oft komin í Smuguna um mánaðamótin júlí-ágúst og í síðasta lagi á bilinu 10. til 15. ágúst. Ef markílveiðin í lögsögunni dettur niður fyrir þennan tíma segir Hjálmar menn einfaldlega munu leita af sér allan grun.

„Það verður örugglega gefinn tími í það en ef ekkert gerist verður farið út í Smugu. Hún er náttúrlega ógnarstór svo þar getur verið einhvers staðar eitthvað sem við rekumst á.“