„Í umfjöllun að undanförnu hafa komið fram mjög villandi fullyrðingar um tengsl Síldarvinnslunnar og Samherja, þar sem viðkomandi aðilar hafa vísvitandi reynt að gera eignarhald á Síldarvinnslunni hf. tortryggilegt,“ segir í yfirlýsingu frá Gunnþór Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem birtist á heimasíðu fyrirtækisins.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að hluthafar í Síldarvinnslunni séu alls 292. Þar af eigi 20 stærstu hluthafarnir 99,37% hlutafjárins og 5 stærstu eigi 96,75%. Samherji, sem er stærsti einstaki hluthafinn, eigi 44,64%.

Sjá nánar http://svn.is/index.php?option=com_content&task=view&id=284&Itemid=1