Aflahæsti línubáturinn á árinu 2014 var Fjölnir GK með 4.234 tonn í 53 róðrum eða 80 tonn að meðaltali í róðri. Þetta kemur fram vefnum aflafrettir.is. Fjölnir er kominn til ára sinna, orðinn 51 árs, en hefur verið breytt mikið í gegnum tíðina.

Fjölnir er gerður út af Vísi hf. eins og fjórir aflahæstu línubátarnir þar á eftir, Sighvatur, Kristín, Páll Jónsson og Jóhanna Gísladóttir sem voru með afla á bilinu 3.700-4.200 tonn hver.

Sjá nánar á vefnum aflafrettir.is