Niðurstaða virðisrýrnunarprófs á aflaheimildum HB Granda í lok júní sýndi að virði félagsins lækkar um 22,3 milljarða króna. Rekstrarvirði félagsins er nú talið um 260 milljónir evra miðað við 397 milljónir evra fyrir virðisrýrnarprófið, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu HB Granda er ástæðan fyrir þessu ný lög Alþingis um veiðigjöld sem fela í sér rúmlega fjórföldun á veiðigjöldum fyrirtækisins frá síðasta fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir tveggja milljarða króna veiðigjöldum vegna fiskveiðiársins 2012/2013.

HB Grandi tapaði 230 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við núverandi gengi en tekjur félagsins námu um 15,2 milljörðum króna á tímabilinu. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,4 milljörðum króna á fyrri hluta síðasta árs.

Uppgjör HB Granda