„Það er engin barlómur í okkur, alls ekki,“ svarar Ómar Bogason, rekstrarstjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, spurður um stöðuna í atvinnumálum bæjarins í ljósi yfirvofandi lokunar á fiskvinnslunni.

Ómar á sæti sem fulltrúi Síldarvinnslunnar í samráðshópi um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði. Hópurinn var skipaður eftir að Síldarvinnslan sagði frá því í haust að stöðva ætti bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði. Þeim áformum var síðan frestað út mars á þessu ári.

Að sögn Ómars er hefðbundin vinnsla nú í gangi þótt starfsfólki hafi fækkað eitthvað. „Í þessari viku erum við að vinna þorsk og frysta bæði fyrir Bandaríkin og Evrópu,“ segir hann.

Bræðslan öflug áfram

Samráðshópinn segir Ómar hittast mánaðarlega og að vinnan gangi ágætlega. „Það er verið að skoða ýmsa möguleika og auðvitað vonar maður að það komi eitthvað út úr því en það er ekki eitthvað sem við getum sagt frá núna.“

Komið hefur fram að um þrjátíu störf hverfi með lokun fiskvinnslunnar. Ómar segir hluta af því starfsfólki hafa fengið aðra vinnu, sumir fari í bræðsluna sem Síldarvinnslan rekur á Seyðisfirði.

„Það hefur verið mikið keyrsla á bræðslunni og það er ekkert sem bendir til annars,“  svarar Ómar spurður hvort starfsemin í bræðslunni muni ekki halda áfram.

Fiskvinnsla Síldarvinnslunnar til hægra og bræðslan til hægri. Mynd/Ómar Bogason
Fiskvinnsla Síldarvinnslunnar til hægra og bræðslan til hægri. Mynd/Ómar Bogason

Ekkert eilíft í þessum heimi

„Þetta er svo sem ekki besta staðan en það er ekkert eilíft í þessum heimi,“ segir Ómar og útskýrir að fiskvinnsluhúsið sé lítið og gamalt og þannig byggt að ekki sé hægt að breyta því í hátæknivinnslu sem standist samkeppni nútímans.

„Við höfum verið að vinna í því líka að finna störf fyrir starfsmennina okkar og aðstoða fólk í framhaldinu eins og við getum,“ segir Ómar. Þetta hafi gengið nokkuð vel enda sé ekki atvinnuleysi á Íslandi.

Öflug vinnsla í Neskaupstað

„Það er verið að vinna í þessum málum eins og hægt er – án þess að hægt sé að gefa einhver loforð fyrirfram. Við getum auðvitað ekki ábyrgst störf fyrir alla,“ segir Ómar sem kveðst trúa því að eitthvað gott komi út úr þessari stöðu.

„Við erum að horfa á tækifærin framundan á Seyðisfirði og hérna nálægt okkur. Það er til dæmis mjög öflug uppsjávarvinnsla í Neskaupstað. Það eru ýmsir möguleikar sem við erum að vinna að með fólkinu samhliða þessari lokun. Fólk verður ekkert skilið eftir úti á guði og gaddinum,“ segir Ómar sem kveðst engu kvíða. Hópurinn sé þéttur og hjálpist að.

Einar dyr lokast og aðrar opnast

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd/Aðsend
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd/Aðsend
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Þegar fer að vora held ég að það muni verða tækifæri í atvinnulífinu. Það er ekki svo að það sé bara að lokast dyr, það eru að opnast dyr líka á ýmsan hátt. Þetta er bara tákn tímans. Það verða breytingar í samfélögunum en samfélagið á Seyðisfirði verður ekki skilið eftir,“ segir Ómar.

Varðandi hvort mögulegt sé að fiskvinnslunni verði ekki lokað í endaðan mars eins og tilkynnt hefur verið, meðal annars vegna breyttrar stöðu í Grindavík, vísar Ómar á Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. „Það verður enginn breyting á þeim plönum,“ svarar Gunnþór.

„Það er engin barlómur í okkur, alls ekki,“ svarar Ómar Bogason, rekstrarstjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, spurður um stöðuna í atvinnumálum bæjarins í ljósi yfirvofandi lokunar á fiskvinnslunni.

Ómar á sæti sem fulltrúi Síldarvinnslunnar í samráðshópi um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði. Hópurinn var skipaður eftir að Síldarvinnslan sagði frá því í haust að stöðva ætti bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði. Þeim áformum var síðan frestað út mars á þessu ári.

Að sögn Ómars er hefðbundin vinnsla nú í gangi þótt starfsfólki hafi fækkað eitthvað. „Í þessari viku erum við að vinna þorsk og frysta bæði fyrir Bandaríkin og Evrópu,“ segir hann.

Bræðslan öflug áfram

Samráðshópinn segir Ómar hittast mánaðarlega og að vinnan gangi ágætlega. „Það er verið að skoða ýmsa möguleika og auðvitað vonar maður að það komi eitthvað út úr því en það er ekki eitthvað sem við getum sagt frá núna.“

Komið hefur fram að um þrjátíu störf hverfi með lokun fiskvinnslunnar. Ómar segir hluta af því starfsfólki hafa fengið aðra vinnu, sumir fari í bræðsluna sem Síldarvinnslan rekur á Seyðisfirði.

„Það hefur verið mikið keyrsla á bræðslunni og það er ekkert sem bendir til annars,“  svarar Ómar spurður hvort starfsemin í bræðslunni muni ekki halda áfram.

Fiskvinnsla Síldarvinnslunnar til hægra og bræðslan til hægri. Mynd/Ómar Bogason
Fiskvinnsla Síldarvinnslunnar til hægra og bræðslan til hægri. Mynd/Ómar Bogason

Ekkert eilíft í þessum heimi

„Þetta er svo sem ekki besta staðan en það er ekkert eilíft í þessum heimi,“ segir Ómar og útskýrir að fiskvinnsluhúsið sé lítið og gamalt og þannig byggt að ekki sé hægt að breyta því í hátæknivinnslu sem standist samkeppni nútímans.

„Við höfum verið að vinna í því líka að finna störf fyrir starfsmennina okkar og aðstoða fólk í framhaldinu eins og við getum,“ segir Ómar. Þetta hafi gengið nokkuð vel enda sé ekki atvinnuleysi á Íslandi.

Öflug vinnsla í Neskaupstað

„Það er verið að vinna í þessum málum eins og hægt er – án þess að hægt sé að gefa einhver loforð fyrirfram. Við getum auðvitað ekki ábyrgst störf fyrir alla,“ segir Ómar sem kveðst trúa því að eitthvað gott komi út úr þessari stöðu.

„Við erum að horfa á tækifærin framundan á Seyðisfirði og hérna nálægt okkur. Það er til dæmis mjög öflug uppsjávarvinnsla í Neskaupstað. Það eru ýmsir möguleikar sem við erum að vinna að með fólkinu samhliða þessari lokun. Fólk verður ekkert skilið eftir úti á guði og gaddinum,“ segir Ómar sem kveðst engu kvíða. Hópurinn sé þéttur og hjálpist að.

Einar dyr lokast og aðrar opnast

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd/Aðsend
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd/Aðsend
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Þegar fer að vora held ég að það muni verða tækifæri í atvinnulífinu. Það er ekki svo að það sé bara að lokast dyr, það eru að opnast dyr líka á ýmsan hátt. Þetta er bara tákn tímans. Það verða breytingar í samfélögunum en samfélagið á Seyðisfirði verður ekki skilið eftir,“ segir Ómar.

Varðandi hvort mögulegt sé að fiskvinnslunni verði ekki lokað í endaðan mars eins og tilkynnt hefur verið, meðal annars vegna breyttrar stöðu í Grindavík, vísar Ómar á Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. „Það verður enginn breyting á þeim plönum,“ svarar Gunnþór.