Þeim stöðum þar sem starfræktar eru fiskimjöls- og lýsisverksmiðjum hefur fækkað úr nítján árið 1992 í níu árið 2019 og á þeim fimm stöðum þar mest er unnið eru nú framleidd um 88% af öllu lýsi og mjöli.

Frá þessu segir í nýrri skýrslu: Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi.

Þar segir að söltun á síld og öðrum uppsjávarfiski hefur nær lagst af og er nú nær eingöngu í höndum Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, en þess í stað hefur framleiðsla á frystum uppsjávarafurðum aukist verulega.

Jafnframt hefur frystihúsum fækkað en árið 1992 voru frystihús á 28 stöðum en á 17 stöðum árið 2019.

Enda þótt fyrirtækjum sem vinna frystar botnfiskafurðir hafi ekki fækkað mikið hefur átt sér stað mikil samþjöppun í vinnslu. Hlutur þess staðar þar sem mest er unnið hefur farið úr 10% í 12-13% og á þeim 10 stöðum þar sem mest er verkað eru nú framleidd um þrír fjórðu af öllum frystum botnfiskafurðum.

Saltfiskverkunarhúsum hefur bæði fækkað og hlutur þeirra stærstu orðið stærri. Þau voru á 49 stöðum árið 1999 en á 26 stöðum árið 2019 og hlutur 10 stærstu staðanna hefur farið úr 70% í 90%.

Söltun hefur dregist mikið saman á þessu tímabili. Árið 1999 voru t.d. 112.000 tonn af þorski unnin í saltfisk, en árið 2019 hafði magnið minnkað í 41.000 tonn. Aftur á móti hefur vinnsla á léttsöltuðum fiski aukist.