Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið í kortlagningu hafsbotnsins síðan 30. maí síðastliðinn. Áætluð heimkoma skipsins er föstudaginn 10. júní.

Leiðangurinn hefur gengið mjög vel og engir hnökrar komið upp á, enda veður og sjólag verið sérlega hagstætt. Svæðið sem er kortlagt í þetta sinn er djúpt vestan við Reykjaneshrygg sem sjá má á mynd hér fyrir neðan. Ef smellt er hér opnast lifandi hlekkur á ferðir skipsins.