Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir að íslensk stjórnvöld verði að semja fljótt við sambandið um makrílveiðar ellegar sæta refsiaðgerðum, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
Damanaki segist ekki vilja bíða með samningaviðræður þar til í október eins og íslensk stjórnvöld vilji. Hún segir að samningar verði að nást innan nokkurra vikna.
Hagsmunaaðilar í Skotlandi hafa krafist refsiaðgerða gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna einhliða ákvörðunar þjóðanna um makrílkvóta sér til handa.