Forsætisráðherra Japan greindi frá því á japanska  þinginu að hann vildi að Japanir hefðu hvalveiðar í atvinnuskyni á ný, en veiðar þeirra hafa mörg undanfarin ár farið fram undir formerkjum vísindaveiða.  Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði nýlega að veiðar Japana við Suðurskautslandið væri ekki vísindaveiðar og því bæri að hætta þeim sem slíkum.

Yfirlýsing forsætisráðherranns gengur þvert á vonir hvalverndunarsinna um að með dómnum yrði dregið úr hvalveiðum og þeim jafnvel hætt.

Forsætisráðherrann sagði að með því að stunda hvalveiðar mæti afla vísindalegra upplýsinga um dýrin. Einnig að ýmis smásamfélög reiddu sig á veiðarnar sér til lífsviðurværis og að auki þær væru hluti af japanskri menningu.