„Auðvitað er þetta enn þá á tilraunafasa og kannski ótímabært að fara að gera einhverjar skýjaborgir úr þessum pælingum en þeirra hugmyndir eru gríðarlega stórar. Takmarkandi þátturinn er í raun fæðukeðjan á ljósátunni; hvað má fara í hátt hlutfall í píramídanum þar – í burðarþoli fjarða og þess háttar.“

Þorskræktarverkefnið í Steingrímsfirði er ekki eina eldis-verkefnið í Kaldrananeshreppi. Í Ásmundarnesi í Bjarnarfirði hefur verið mikil uppbygging á vegum Gísla Ólafssonar sem rekið hefur hvalaskoðun úr Grundarfirði, Ólafsvík og Hólmavík. Er þar um að ræða eldisstöð fyrir regnbogasilung en silungur hefur áður verið ræktaður á staðnum. Seiðin eru seld til áframeldis í Ísafjarðardjúpi.

Bæta úr vatnsleysi með borun

„Gísli ætlaði upphaflega að vera með uppeldisstöð á bleikju sem hann ætlaði að vinna og lifa á ásamt því að vera með æðardúninn og ferðaþjónustu. En þegar það fréttist að hann væri að búa til seiðastöð var hann spurður hvort hann vildi ekki gera þjónustusamning við þessa aðila til ákveðins tíma. Þannig kom til að hann fór í seiðaeldi fyrir aðra,“ segir Finnur.

Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Mynd/Jón Halldórsson
Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Mynd/Jón Halldórsson

Að sögn Finns voru erfiðleikar á Ásmundarnesi í fyrrasumar. Meðal annars vegna sex vikna þurrkatímabils með vatnsleysi. Einnig hafi hrognasendingu seinkað.

„Þeir hafa verið að bora til að tryggja sér vatn í gegnum borholur. Þannig að þetta fór brösuglega af stað en þeir eru að vinna úr þessu.“ Stefnan hjá Gísla er að fara síðan í eldi á bleikju fyrir markaði hér heima og erlendis.

Minnsti fiskmarkaðurinn

Þegar rætt er við Finn er hann á Hólmavík í nágrannasveitarfélaginu Strandabyggð þar sem hann annast fiskmarkaðinn sem hann segir vera þann minnsta í landinu.

„Hann gengur brösuglega,“ svarar Finnur spurður um gengi markaðarins. „Það er orðið of lítið magn í gegnum hann, það er stærsta vandamálið hans. Það er náttúrlega gríðarleg samkeppni sem er að verða á þessum mörkuðum.“

Um markaðinn á Hólmavík fer aðeins fiskur sem landað er þar í þorpinu að sögn Finns. „Fiskmarkaður Suðurnesja er á Drangsnesi. Og líka í Árneshreppi. Ég vinn fyrir þá á sumrin. Þá færi ég mig um set og fer í Árneshreppinn,“ segir Finnur sem hefur í mörg horn að líta og er þó ekki allt upp talið af listanum yfir viðfangsefni hans.

Oddviti með marga hatta

„Ég opnaði Galdur brugghús í gamla fiskverkunarhúsinu Hlein á Hólmavík. Það gengur alla vega,“ segir Finnur um þann rekstur.

„Ég er maður margra hatta. Ég er með markaðinn á Hólmavík, stýri sveitarfélaginu á Drangsnesi og vinn á höfninni í Norðurfirði og er með nokkuð góðan púls hér á þessu svæði,“ segir Finnur sem er frá Svanshóli í Bjarnarfirði og býr þar.

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps.
Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps.

Nokkuð vel hefur gengið í útgerð og vinnslu á Drangsnesi undanfarin ár miðað við á Hólmavík þar sem síðasta höggið kom í fyrrasumar er loka þurfti rækjuvinnslu Hólmadrangs og 21 starfsmaður missti vinnuna.

„Langmesti aflinn á svæðinu kemur um Drangsnes. Það hefur náttúrlega hjálpað að við höfum haft sértækan byggðakvóta, þetta er síðasta árið á sex ára samningi núna,“ segir Finnur. Nú eigi Hólmvíkingar reyndar að fá 500 tonna sértækan kvóta miðað við 250 tonn áður.

Komnir á aldur og selja

„Það er búið að auglýsa sértæka byggðakvótann og það er verið að vinna úr þeim umsóknum sem bárust,“ segir Finnur. Best væri að niðurstaða í það fengist sem fyrst en líklega fáist hún ekki fyrr en í febrúar.

Byggðakvótinn er afar mikilvægur þessum byggðarlög um. „Aldurinn hefur færst yfir eigendur hins almenna kvóta. Þeir hafa verið að losa sig út og það eru stórir aðilar annars staðar sem eru tilbúnir til þess að greiða hæsta verð þannig að almenn kvótastaða hefur alltaf minnkað,“ bendir Finnur á.

Borað og byggt í Bjarnarfirði

Strandamenn sýsla við ýmislegt annað en sjávarútveg eins og Galdur brugghús er dæmi um. Talsverður jarðhiti er á þessum slóðum og á Drangsnesi er sundlaug sem nýtur hans. Finnur segir að þar hafi nýlega verið borað eftir meira vatni.

„Við fengum heitt vatn sem opnar á nýja möguleika þar,“ segir hann. Einnig hafi verið borað í tilraunaskyni í Bjarnarfirði. „Við erum að reyna að staðsetja jarðhitann betur í Bjarnarfirði til að geta tekið eina stóra vinnsluholu einhvern tíma.“ Í þessari heimasveit hans í Bjarnarfirði sé mikil uppbygging á frístundahúsum. Þrjú hafi risið í sumar.

„Við skipulögðum níu sumarhúsa[1]lóðir á Klúku fyrir talsverðu síðan og þær eru allar farnar. Svo erum við að skipuleggja tíu sumarbústaðalóðir á jörðinni Skarði,“ segir Finnur. Í Ásmundarnesi er einnig gert ráð fyrir sumarhúsum. Í þessu felast tækifæri fyrir heimamenn.

„Ég stend í þeirri trú að fleira fólk kalli á alls konar meiri starfsemi. Það er alveg klárlega markmið mitt að reyna að fjölga eignum á svæðinu til þess að hækka þjónustustigið,“s segir oddviti Kaldrananeshrepps.

„Auðvitað er þetta enn þá á tilraunafasa og kannski ótímabært að fara að gera einhverjar skýjaborgir úr þessum pælingum en þeirra hugmyndir eru gríðarlega stórar. Takmarkandi þátturinn er í raun fæðukeðjan á ljósátunni; hvað má fara í hátt hlutfall í píramídanum þar – í burðarþoli fjarða og þess háttar.“

Þorskræktarverkefnið í Steingrímsfirði er ekki eina eldis-verkefnið í Kaldrananeshreppi. Í Ásmundarnesi í Bjarnarfirði hefur verið mikil uppbygging á vegum Gísla Ólafssonar sem rekið hefur hvalaskoðun úr Grundarfirði, Ólafsvík og Hólmavík. Er þar um að ræða eldisstöð fyrir regnbogasilung en silungur hefur áður verið ræktaður á staðnum. Seiðin eru seld til áframeldis í Ísafjarðardjúpi.

Bæta úr vatnsleysi með borun

„Gísli ætlaði upphaflega að vera með uppeldisstöð á bleikju sem hann ætlaði að vinna og lifa á ásamt því að vera með æðardúninn og ferðaþjónustu. En þegar það fréttist að hann væri að búa til seiðastöð var hann spurður hvort hann vildi ekki gera þjónustusamning við þessa aðila til ákveðins tíma. Þannig kom til að hann fór í seiðaeldi fyrir aðra,“ segir Finnur.

Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Mynd/Jón Halldórsson
Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Mynd/Jón Halldórsson

Að sögn Finns voru erfiðleikar á Ásmundarnesi í fyrrasumar. Meðal annars vegna sex vikna þurrkatímabils með vatnsleysi. Einnig hafi hrognasendingu seinkað.

„Þeir hafa verið að bora til að tryggja sér vatn í gegnum borholur. Þannig að þetta fór brösuglega af stað en þeir eru að vinna úr þessu.“ Stefnan hjá Gísla er að fara síðan í eldi á bleikju fyrir markaði hér heima og erlendis.

Minnsti fiskmarkaðurinn

Þegar rætt er við Finn er hann á Hólmavík í nágrannasveitarfélaginu Strandabyggð þar sem hann annast fiskmarkaðinn sem hann segir vera þann minnsta í landinu.

„Hann gengur brösuglega,“ svarar Finnur spurður um gengi markaðarins. „Það er orðið of lítið magn í gegnum hann, það er stærsta vandamálið hans. Það er náttúrlega gríðarleg samkeppni sem er að verða á þessum mörkuðum.“

Um markaðinn á Hólmavík fer aðeins fiskur sem landað er þar í þorpinu að sögn Finns. „Fiskmarkaður Suðurnesja er á Drangsnesi. Og líka í Árneshreppi. Ég vinn fyrir þá á sumrin. Þá færi ég mig um set og fer í Árneshreppinn,“ segir Finnur sem hefur í mörg horn að líta og er þó ekki allt upp talið af listanum yfir viðfangsefni hans.

Oddviti með marga hatta

„Ég opnaði Galdur brugghús í gamla fiskverkunarhúsinu Hlein á Hólmavík. Það gengur alla vega,“ segir Finnur um þann rekstur.

„Ég er maður margra hatta. Ég er með markaðinn á Hólmavík, stýri sveitarfélaginu á Drangsnesi og vinn á höfninni í Norðurfirði og er með nokkuð góðan púls hér á þessu svæði,“ segir Finnur sem er frá Svanshóli í Bjarnarfirði og býr þar.

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps.
Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps.

Nokkuð vel hefur gengið í útgerð og vinnslu á Drangsnesi undanfarin ár miðað við á Hólmavík þar sem síðasta höggið kom í fyrrasumar er loka þurfti rækjuvinnslu Hólmadrangs og 21 starfsmaður missti vinnuna.

„Langmesti aflinn á svæðinu kemur um Drangsnes. Það hefur náttúrlega hjálpað að við höfum haft sértækan byggðakvóta, þetta er síðasta árið á sex ára samningi núna,“ segir Finnur. Nú eigi Hólmvíkingar reyndar að fá 500 tonna sértækan kvóta miðað við 250 tonn áður.

Komnir á aldur og selja

„Það er búið að auglýsa sértæka byggðakvótann og það er verið að vinna úr þeim umsóknum sem bárust,“ segir Finnur. Best væri að niðurstaða í það fengist sem fyrst en líklega fáist hún ekki fyrr en í febrúar.

Byggðakvótinn er afar mikilvægur þessum byggðarlög um. „Aldurinn hefur færst yfir eigendur hins almenna kvóta. Þeir hafa verið að losa sig út og það eru stórir aðilar annars staðar sem eru tilbúnir til þess að greiða hæsta verð þannig að almenn kvótastaða hefur alltaf minnkað,“ bendir Finnur á.

Borað og byggt í Bjarnarfirði

Strandamenn sýsla við ýmislegt annað en sjávarútveg eins og Galdur brugghús er dæmi um. Talsverður jarðhiti er á þessum slóðum og á Drangsnesi er sundlaug sem nýtur hans. Finnur segir að þar hafi nýlega verið borað eftir meira vatni.

„Við fengum heitt vatn sem opnar á nýja möguleika þar,“ segir hann. Einnig hafi verið borað í tilraunaskyni í Bjarnarfirði. „Við erum að reyna að staðsetja jarðhitann betur í Bjarnarfirði til að geta tekið eina stóra vinnsluholu einhvern tíma.“ Í þessari heimasveit hans í Bjarnarfirði sé mikil uppbygging á frístundahúsum. Þrjú hafi risið í sumar.

„Við skipulögðum níu sumarhúsa[1]lóðir á Klúku fyrir talsverðu síðan og þær eru allar farnar. Svo erum við að skipuleggja tíu sumarbústaðalóðir á jörðinni Skarði,“ segir Finnur. Í Ásmundarnesi er einnig gert ráð fyrir sumarhúsum. Í þessu felast tækifæri fyrir heimamenn.

„Ég stend í þeirri trú að fleira fólk kalli á alls konar meiri starfsemi. Það er alveg klárlega markmið mitt að reyna að fjölga eignum á svæðinu til þess að hækka þjónustustigið,“s segir oddviti Kaldrananeshrepps.