Samtök í norskum sjávarútvegi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að geymsluréttur skipa á síldarkvóta milli áranna 2014 og 2015 verði aukinn úr 10% í 20%. Tilgangurinn er sá að skapa aukið svigrúm til þess að bregðast við innflutningsbanni Rússa. Norðmenn vilja styrkja stöðu sína á öðrum mörkuðum, án þess að óþarflega mikið framboð myndist.

Veiðar Norðmanna á norsk-íslenskri síld hefjast ekki fyrir alvöru fyrr en um miðjan október ár hvert.