Landbúnaðarráðuneytið í Víetnam hefur sent forsætisráðherra landsins erindi þar sem reifaðar eru hugmyndir og sótt er um leyfi til útflutnings á kúlufiski að sögn Saigon Daily.

Kúlufiskar eru taldir vera með allar eitruðustu lífverum jarða en með réttri meðhöndlun þykja þeir mikið lostæti. Mikil eftirspurn er eftir kúlufiski frá Víetnam í Suður-Kóreu, Taívan, Japan og  Kína.

Undanfarin tvö ár hefur kúlufiskur verið veiddur til áframeldis í tilraunaskyni og hefur það gengið vel. Um 70 tonn af lifandi kúlufiski munu vera tilbúin og kaupendur til reiðu í Suður-Kóreu.