Stjórn Samherja hf. hefur ritað bankaráði Seðlabanka Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að ráðið hlutist til um að fram fari athugun á stjórnsýslu bankans, bankastjórnar og annarra starfsmanna að því er snertir gjaldeyriseftirlit, einkum og sér í lagi í tengslum við húsleit, rannsókn, samskipti, kærur og fjölmiðlaumfjöllun af hálfu Seðlabanka Íslands um málefni Samherja.